Geir: Ráðning Lars ein farsælasta ákvörðunin mín Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. október 2014 09:30 Geir Þorsteinsson réð Lars Lagerbäck til starfa í október 2011. vísir/daníel/anton Strákarnir okkar í íslenska fótboltalandsliðinu eru í 28. sæti á nýjum FIFA-lista sem gefinn var út í morgun, en Ísland er efsta Norðurlandaþjóðin á listanum í fyrsta skipti í sögunni. Ísland hefur hækkað sig um 103 sæti frá því í apríl 2012 eftir fyrstu tvo leiki Lars Lagerbäcks í starfi landsliðsþjálfara, en hann og HeimirHallgrímsson hafa náð ótrúlegum árangri saman. Íslenska liðið er í efsta sæti A-riðils undankeppni EM 2016 með níu stig eða fullt hús eftir flotta sigra á Tyrkjum, Lettum og Hollendingum. Þá á Ísland enn eftir að fá á sig mark. Það liggur ljóst fyrir að ráðningin á Lars Lagerbäck eru kaflaskil í íslenskri knattspyrnusögu og Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er eðlilega hæstánægður með sinn mann. „Ég held að ráðningin á Lars sé ein af þeim farsælli ákvörðunum sem við höfum tekið. Ég veit ekki hvort hún er sú besta, en jú, segjum það bara. Hún er sú besta í dag,“ sagði Geir í viðtali við útvarpsþáttinn fótbolti.net á X-inu 977 síðasta laugardag. Geir var þá í sjöunda himni eftir 2-0 sigur Íslands á Hollandi, en strákarnir okkar skelltu bronsliði HM og allir vita á Laugardalsvellinum. Formaðurinn sagðist hafa fastmótaðar hugmyndir um hverja hann vildi fá inn í landsliðsstarfið og réð aðstoðarmanninn í raun áður en hann réð aðalþjálfarann. „Ég var búinn að tala við Heimi Hallgrímsson og biðja hann um að koma að starfinu. Það gerði ég þegar hann sagðist ætla að hætta hjá ÍBV. Ég var með ákveðnar hugmyndir um hvern ég vildi fá í starfið. Ég tel ráðninguna á Heimi líka mjög farsæla ákvörðun. Þeir vinna vel saman,“ sagði Geir. Fleiri menn voru orðaðir við starfið á sínum tíma, menn á borð við Bretana SteveCoppell og Roy Keane. „Ég ræddi ekki við Steve Coppell, en ég fundaði með Roy Keane. Í mínum huga var það alveg ljós að Lars var númer eitt. Það var líka því ég hef kynnst honum í gegnum mitt starf,“ sagði Geir. „Eftir að Lars lét vita að hann hefði áhuag á starfinu var þetta bara spurning um fjárhagslegu hliðina þá var þetta ekki spurning og hún gekk upp,“ sagði Geir Þorsteinsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ísland á besta fótboltalandsliðið á Norðurlöndum Íslenska karlalandsliðið hækkaði sig um sex sæti á Styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í morgun. Ísland er nú í 28. sæti listans og hefur aldrei verið ofar á listanum. 23. október 2014 08:15 Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Fleiri fréttir Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska fótboltalandsliðinu eru í 28. sæti á nýjum FIFA-lista sem gefinn var út í morgun, en Ísland er efsta Norðurlandaþjóðin á listanum í fyrsta skipti í sögunni. Ísland hefur hækkað sig um 103 sæti frá því í apríl 2012 eftir fyrstu tvo leiki Lars Lagerbäcks í starfi landsliðsþjálfara, en hann og HeimirHallgrímsson hafa náð ótrúlegum árangri saman. Íslenska liðið er í efsta sæti A-riðils undankeppni EM 2016 með níu stig eða fullt hús eftir flotta sigra á Tyrkjum, Lettum og Hollendingum. Þá á Ísland enn eftir að fá á sig mark. Það liggur ljóst fyrir að ráðningin á Lars Lagerbäck eru kaflaskil í íslenskri knattspyrnusögu og Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er eðlilega hæstánægður með sinn mann. „Ég held að ráðningin á Lars sé ein af þeim farsælli ákvörðunum sem við höfum tekið. Ég veit ekki hvort hún er sú besta, en jú, segjum það bara. Hún er sú besta í dag,“ sagði Geir í viðtali við útvarpsþáttinn fótbolti.net á X-inu 977 síðasta laugardag. Geir var þá í sjöunda himni eftir 2-0 sigur Íslands á Hollandi, en strákarnir okkar skelltu bronsliði HM og allir vita á Laugardalsvellinum. Formaðurinn sagðist hafa fastmótaðar hugmyndir um hverja hann vildi fá inn í landsliðsstarfið og réð aðstoðarmanninn í raun áður en hann réð aðalþjálfarann. „Ég var búinn að tala við Heimi Hallgrímsson og biðja hann um að koma að starfinu. Það gerði ég þegar hann sagðist ætla að hætta hjá ÍBV. Ég var með ákveðnar hugmyndir um hvern ég vildi fá í starfið. Ég tel ráðninguna á Heimi líka mjög farsæla ákvörðun. Þeir vinna vel saman,“ sagði Geir. Fleiri menn voru orðaðir við starfið á sínum tíma, menn á borð við Bretana SteveCoppell og Roy Keane. „Ég ræddi ekki við Steve Coppell, en ég fundaði með Roy Keane. Í mínum huga var það alveg ljós að Lars var númer eitt. Það var líka því ég hef kynnst honum í gegnum mitt starf,“ sagði Geir. „Eftir að Lars lét vita að hann hefði áhuag á starfinu var þetta bara spurning um fjárhagslegu hliðina þá var þetta ekki spurning og hún gekk upp,“ sagði Geir Þorsteinsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ísland á besta fótboltalandsliðið á Norðurlöndum Íslenska karlalandsliðið hækkaði sig um sex sæti á Styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í morgun. Ísland er nú í 28. sæti listans og hefur aldrei verið ofar á listanum. 23. október 2014 08:15 Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Fleiri fréttir Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sjá meira
Ísland á besta fótboltalandsliðið á Norðurlöndum Íslenska karlalandsliðið hækkaði sig um sex sæti á Styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í morgun. Ísland er nú í 28. sæti listans og hefur aldrei verið ofar á listanum. 23. október 2014 08:15