Redknapp: Það er ástæða fyrir því að Balotelli kostaði ekki meira Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. október 2014 09:00 Mario Balotelli spilaði aðeins fyrri hálfleikinn. vísir/getty Jamie Carragher, fyrrverandi miðvörður Liverpool, er búinn að fá nóg af MarioBalotelli og býst við að hann verði seldur frá liðinu. Kannski strax í janúar. Balotelli hefur ekki heillað neinn síðan hann gekk í raðir Liverpool og var tekinn af velli í hálfleik í Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar liðið tapaði fyrir Real Madrid. Ítalska framherjanum tókst helst að koma sér í fyrirsagnirnar þegar hann skipti um treyju við portúgalska varnarmanninn Pepe í hálfleik. Carragher, sem starfar sem sérfræðingur hjá Sky Sports, var ásamt öðrum fyrrverandi leikmönnum í myndveri í gær að ræða leikinn, en enginn þeirra er ánægður með Balotelli. „Held ég að hann verði hérna til langs tíma? Nei. Það kæmi mér á óvart á að sjá hann hjá Liverpool á næstu leiktíð ef ég á að vera heiðarlegur,“ sagði Carragher. „Rafa Benítez var hérna fyrir nokkrum árum og keypti RobbieKeane. Hann seldi hann svo aftur í janúar. Keane var ekki hjá Liverpool í nema þrjá mánuði. Kannski verður Balotelli ekki seldur svo fljótt aftur, en það kæmi mér á óvart að sjá hann hérna á næstu leiktíð.“Jamie Redknapp, fyrrverandi samherji Carraghers, greip orð Carraghers á lofti og hélt áfram að hrauna yfir Ítalann. „Það er ósanngjarnt að bera hann saman við Robbie Keane því Robbie reyndi allavega að gera eitthvað. Hann lagði sig allan fram,“ sagði Redknapp sem skilur ekki hvað Balotelli er að gera hjá Liverpool. „Það er ekki hægt að kenna Balotelli um þetta. Ég kenni BrendanRodgers um fyrir að kaupa hann. Hvernig datt honum í hug að hann gæti breytt leikmanni sem Mourinho, Mancini og Prandelli gáfust upp á. Það er ástæða fyrir því að sumir hlutir eru á hálfvirði þegar þú ferð út í búð,“ sagði Jamie Redknapp. Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum.Cristiano Ronaldo kom Real Madrid yfir á 23. mínútu: Karim Benzema skoraði annað mark Real Madrid á 30. mínútu: Benzema skoraði sitt annað mark og þriðja hjá Real Madrid á 41. mínútu: Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Rodgers um Balotelli: Bara tímaspursmál um hvenær hann fer að skora Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool ætlar að bíða eftir því að ítalski framherjinn Mario Balotelli detti í markagírinn og spáir því að það gerist á móti Real Madrid í Meistaradeildinni í kvöld. 22. október 2014 07:30 Rodgers: Ronaldo er besti leikmaður heims Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir það skipta litlu fyrir sitt lið að Real Madrid verði án Gareth Bale í kvöld. 22. október 2014 12:15 Ronaldo: Gaman að skora loks á Anfield Portúgalinn skoraði fyrsta markið í 3-0 sigri Real Madrid í Meistaradeildinni. 22. október 2014 21:16 Rodgers: Real Madrid spilaði frábærlega Knattspyrnustjóri Liverpool óánægður með varnarleikinn í tapinu gegn Real Madrid. 22. október 2014 21:23 Real afgreiddi Liverpool í fyrri hálfleik | Sjáðu mörkin Cristiano Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark á Anfield. 22. október 2014 16:36 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Jöfn að stigum og spila upp á stoltið UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Sjá meira
Jamie Carragher, fyrrverandi miðvörður Liverpool, er búinn að fá nóg af MarioBalotelli og býst við að hann verði seldur frá liðinu. Kannski strax í janúar. Balotelli hefur ekki heillað neinn síðan hann gekk í raðir Liverpool og var tekinn af velli í hálfleik í Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar liðið tapaði fyrir Real Madrid. Ítalska framherjanum tókst helst að koma sér í fyrirsagnirnar þegar hann skipti um treyju við portúgalska varnarmanninn Pepe í hálfleik. Carragher, sem starfar sem sérfræðingur hjá Sky Sports, var ásamt öðrum fyrrverandi leikmönnum í myndveri í gær að ræða leikinn, en enginn þeirra er ánægður með Balotelli. „Held ég að hann verði hérna til langs tíma? Nei. Það kæmi mér á óvart á að sjá hann hjá Liverpool á næstu leiktíð ef ég á að vera heiðarlegur,“ sagði Carragher. „Rafa Benítez var hérna fyrir nokkrum árum og keypti RobbieKeane. Hann seldi hann svo aftur í janúar. Keane var ekki hjá Liverpool í nema þrjá mánuði. Kannski verður Balotelli ekki seldur svo fljótt aftur, en það kæmi mér á óvart að sjá hann hérna á næstu leiktíð.“Jamie Redknapp, fyrrverandi samherji Carraghers, greip orð Carraghers á lofti og hélt áfram að hrauna yfir Ítalann. „Það er ósanngjarnt að bera hann saman við Robbie Keane því Robbie reyndi allavega að gera eitthvað. Hann lagði sig allan fram,“ sagði Redknapp sem skilur ekki hvað Balotelli er að gera hjá Liverpool. „Það er ekki hægt að kenna Balotelli um þetta. Ég kenni BrendanRodgers um fyrir að kaupa hann. Hvernig datt honum í hug að hann gæti breytt leikmanni sem Mourinho, Mancini og Prandelli gáfust upp á. Það er ástæða fyrir því að sumir hlutir eru á hálfvirði þegar þú ferð út í búð,“ sagði Jamie Redknapp. Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum.Cristiano Ronaldo kom Real Madrid yfir á 23. mínútu: Karim Benzema skoraði annað mark Real Madrid á 30. mínútu: Benzema skoraði sitt annað mark og þriðja hjá Real Madrid á 41. mínútu:
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Rodgers um Balotelli: Bara tímaspursmál um hvenær hann fer að skora Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool ætlar að bíða eftir því að ítalski framherjinn Mario Balotelli detti í markagírinn og spáir því að það gerist á móti Real Madrid í Meistaradeildinni í kvöld. 22. október 2014 07:30 Rodgers: Ronaldo er besti leikmaður heims Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir það skipta litlu fyrir sitt lið að Real Madrid verði án Gareth Bale í kvöld. 22. október 2014 12:15 Ronaldo: Gaman að skora loks á Anfield Portúgalinn skoraði fyrsta markið í 3-0 sigri Real Madrid í Meistaradeildinni. 22. október 2014 21:16 Rodgers: Real Madrid spilaði frábærlega Knattspyrnustjóri Liverpool óánægður með varnarleikinn í tapinu gegn Real Madrid. 22. október 2014 21:23 Real afgreiddi Liverpool í fyrri hálfleik | Sjáðu mörkin Cristiano Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark á Anfield. 22. október 2014 16:36 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Jöfn að stigum og spila upp á stoltið UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Sjá meira
Rodgers um Balotelli: Bara tímaspursmál um hvenær hann fer að skora Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool ætlar að bíða eftir því að ítalski framherjinn Mario Balotelli detti í markagírinn og spáir því að það gerist á móti Real Madrid í Meistaradeildinni í kvöld. 22. október 2014 07:30
Rodgers: Ronaldo er besti leikmaður heims Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir það skipta litlu fyrir sitt lið að Real Madrid verði án Gareth Bale í kvöld. 22. október 2014 12:15
Ronaldo: Gaman að skora loks á Anfield Portúgalinn skoraði fyrsta markið í 3-0 sigri Real Madrid í Meistaradeildinni. 22. október 2014 21:16
Rodgers: Real Madrid spilaði frábærlega Knattspyrnustjóri Liverpool óánægður með varnarleikinn í tapinu gegn Real Madrid. 22. október 2014 21:23
Real afgreiddi Liverpool í fyrri hálfleik | Sjáðu mörkin Cristiano Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark á Anfield. 22. október 2014 16:36