Rodgers um Balotelli: Bara tímaspursmál um hvenær hann fer að skora Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2014 07:30 Mario Balotelli á æfingu fyrir leikinn. Vísir/Getty Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool ætlar að bíða eftir því að ítalski framherjinn Mario Balotelli detti í markagírinn og spáir því að það gerist á móti Real Madrid í Meistaradeildinni í kvöld. „Hann skorar mikilvæg mörk í mikilvægum leikjum. Ég er viss um að hann kemur með rétta hugarfarið inn í Real-leikinn ef ég þá vel hann í liðið," sagði Brendan Rodgers á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Real Madrid á Anfield í kvöld. Hinn 24 ára gamli Mario Balotelli hefur aðeins skorað 1 mark í 9 leikjum með Liverpool síðan að félagið keypti hann á 16 milljónir punda frá AC Milan í ágúst síðastliðnum. „Það er bara tímaspursmál um hvenær hann fer að skora mörkin sín," sagði Brendan Rodgers ennfremur en Mario Balotelli var harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á móti Queens Park Rangers í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Balotelli klúðraði mörgum góðum færum í leiknum. „Ég lagði áherslu á það við hann að það væri gott að hann væri að koma sér í færi til þess að klúðra þeim. Hann er að mæta á rétt svæði á réttum tíma. Á meðan hann er í færunum þá er ég sannfærður um að hann fari að skora," sagði Rodgers. Leikur Liverpool og Real Madrid hefst klukkan 18.45 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Hjörvar: Balotelli var áberandi slakastur | Myndband Hjörvar Hafliðason fór ekki fögrum orðum um frammistöðu Mario Balotelli í Messunni á Stöð 2 Sport 2 í gær. 21. október 2014 13:30 Carragher: Ekki spila Balotelli gegn Real Madrid Fyrrverandi miðvörður Liverpool vill ekki sjá Ítalann í byrjunarliðinu í stórleiknum annað kvöld. 21. október 2014 08:00 Shearer: Vorkenndi Balotelli aðeins í smá tíma Markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi ekki ánægður með framherja Liverpool. 20. október 2014 11:30 Hvernig fór Balotelli að þessu? | Myndband Brenndi af fyrir opnu marki í leik QPR og Liverpool í dag. 19. október 2014 14:46 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool ætlar að bíða eftir því að ítalski framherjinn Mario Balotelli detti í markagírinn og spáir því að það gerist á móti Real Madrid í Meistaradeildinni í kvöld. „Hann skorar mikilvæg mörk í mikilvægum leikjum. Ég er viss um að hann kemur með rétta hugarfarið inn í Real-leikinn ef ég þá vel hann í liðið," sagði Brendan Rodgers á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Real Madrid á Anfield í kvöld. Hinn 24 ára gamli Mario Balotelli hefur aðeins skorað 1 mark í 9 leikjum með Liverpool síðan að félagið keypti hann á 16 milljónir punda frá AC Milan í ágúst síðastliðnum. „Það er bara tímaspursmál um hvenær hann fer að skora mörkin sín," sagði Brendan Rodgers ennfremur en Mario Balotelli var harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á móti Queens Park Rangers í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Balotelli klúðraði mörgum góðum færum í leiknum. „Ég lagði áherslu á það við hann að það væri gott að hann væri að koma sér í færi til þess að klúðra þeim. Hann er að mæta á rétt svæði á réttum tíma. Á meðan hann er í færunum þá er ég sannfærður um að hann fari að skora," sagði Rodgers. Leikur Liverpool og Real Madrid hefst klukkan 18.45 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Hjörvar: Balotelli var áberandi slakastur | Myndband Hjörvar Hafliðason fór ekki fögrum orðum um frammistöðu Mario Balotelli í Messunni á Stöð 2 Sport 2 í gær. 21. október 2014 13:30 Carragher: Ekki spila Balotelli gegn Real Madrid Fyrrverandi miðvörður Liverpool vill ekki sjá Ítalann í byrjunarliðinu í stórleiknum annað kvöld. 21. október 2014 08:00 Shearer: Vorkenndi Balotelli aðeins í smá tíma Markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi ekki ánægður með framherja Liverpool. 20. október 2014 11:30 Hvernig fór Balotelli að þessu? | Myndband Brenndi af fyrir opnu marki í leik QPR og Liverpool í dag. 19. október 2014 14:46 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Hjörvar: Balotelli var áberandi slakastur | Myndband Hjörvar Hafliðason fór ekki fögrum orðum um frammistöðu Mario Balotelli í Messunni á Stöð 2 Sport 2 í gær. 21. október 2014 13:30
Carragher: Ekki spila Balotelli gegn Real Madrid Fyrrverandi miðvörður Liverpool vill ekki sjá Ítalann í byrjunarliðinu í stórleiknum annað kvöld. 21. október 2014 08:00
Shearer: Vorkenndi Balotelli aðeins í smá tíma Markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi ekki ánægður með framherja Liverpool. 20. október 2014 11:30
Hvernig fór Balotelli að þessu? | Myndband Brenndi af fyrir opnu marki í leik QPR og Liverpool í dag. 19. október 2014 14:46