Stórfundur eykur líkur á olíuhöfn í Norður-Noregi Kristján Már Unnarsson skrifar 21. október 2014 13:45 Olíumiðstöðin sem Statoil áformar við Veidnes hjá Honningsvåg í Norður-Noregi. Grafík/Statoil. Stór olíulind sem sænska olíuleitarfélagið Lundin fann í Barentshafi í síðustu viku er talin geta orðið vendipunktur í uppbyggingu olíuiðnaðar í Norður- Noregi. Olíulindin er 190 kílómetra norðvestur af Hammerfest og er talin geyma allt að 314 milljónir olíutunna og 17 milljarða rúmmetra af gasi. Olíulindin er á svokölluðu Alta-svæði og er nálægt öðrum nýfundnum olíulindum undan ströndum Norður-Noregs, eins og Johan Castberg og Gotha-lindunum. Saman eru þær taldar geyma allt að 1.000 milljónir olíutunna. Í fréttum norskra fjölmiðla síðustu daga hafa áhrifamenn í olíuiðnaðinum sem og í Norður-Noregi fagnað olíufundinum. Hann komi á besta tíma eftir vonbrigði sumarsins í olíuleit í Barentshafi. Með samnýtingu olíusvæðanna er sagður kominn grundvöllur að neðansjávarleiðslu til lands og iðnaðaruppbyggingu í nyrstu byggðum Noregs, eins og olíuhöfn á Veidnes við Honningsvåg. Í héraðsmiðlum er lýst mikilli bjartsýni. Statoil frestaði fyrr á árinu ákvörðun um leiðsluna og olíuhöfnina þar sem olían sem þá var fundin þótti ekki nægilega mikil til að standa undir fjárfestingunni. Með olíufundinum í síðustu viku er staðan sögð allt önnur. Greenpeace-samtökin samgleðjast þó ekki. „Þeir geta fagnað eins og þeim sýnist. En þetta er samt sem áður olía sem við höfum ekki efni á að vinna. Loftlagsmálin krefjast þess að hún verði látin liggja. Allt annað væri mjög óábyrgt,“ sagði Truls Gulowsen, leiðtogi Greenpeace í Noregi. Bensín og olía Noregur Tengdar fréttir Fresta olíuhöfn í Norður-Noregi Lagning neðansjávarleiðslu frá nýfundnum olíulindum í Barentshafi til lands í Norður-Noregi , ásamt byggingu nýrrar olíuhafnar við Honningsvåg, er of dýr. 30. júní 2014 11:30 Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00 Veidneshöfn gæti orðið fyrirmynd Gunnólfsvíkur Tillaga Statoil að nýrri olíuhöfn í Norður-Noregi er athyglisverð fyrir Íslendinga. Sambærileg lausn í Gunnólfsvík í Finnafirði gæti orðið meðal þeirra sem kæmu til umræðu á Íslandi, finnist olía í vinnanlegu magni á Drekasvæðinu. 23. febrúar 2014 11:15 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Stór olíulind sem sænska olíuleitarfélagið Lundin fann í Barentshafi í síðustu viku er talin geta orðið vendipunktur í uppbyggingu olíuiðnaðar í Norður- Noregi. Olíulindin er 190 kílómetra norðvestur af Hammerfest og er talin geyma allt að 314 milljónir olíutunna og 17 milljarða rúmmetra af gasi. Olíulindin er á svokölluðu Alta-svæði og er nálægt öðrum nýfundnum olíulindum undan ströndum Norður-Noregs, eins og Johan Castberg og Gotha-lindunum. Saman eru þær taldar geyma allt að 1.000 milljónir olíutunna. Í fréttum norskra fjölmiðla síðustu daga hafa áhrifamenn í olíuiðnaðinum sem og í Norður-Noregi fagnað olíufundinum. Hann komi á besta tíma eftir vonbrigði sumarsins í olíuleit í Barentshafi. Með samnýtingu olíusvæðanna er sagður kominn grundvöllur að neðansjávarleiðslu til lands og iðnaðaruppbyggingu í nyrstu byggðum Noregs, eins og olíuhöfn á Veidnes við Honningsvåg. Í héraðsmiðlum er lýst mikilli bjartsýni. Statoil frestaði fyrr á árinu ákvörðun um leiðsluna og olíuhöfnina þar sem olían sem þá var fundin þótti ekki nægilega mikil til að standa undir fjárfestingunni. Með olíufundinum í síðustu viku er staðan sögð allt önnur. Greenpeace-samtökin samgleðjast þó ekki. „Þeir geta fagnað eins og þeim sýnist. En þetta er samt sem áður olía sem við höfum ekki efni á að vinna. Loftlagsmálin krefjast þess að hún verði látin liggja. Allt annað væri mjög óábyrgt,“ sagði Truls Gulowsen, leiðtogi Greenpeace í Noregi.
Bensín og olía Noregur Tengdar fréttir Fresta olíuhöfn í Norður-Noregi Lagning neðansjávarleiðslu frá nýfundnum olíulindum í Barentshafi til lands í Norður-Noregi , ásamt byggingu nýrrar olíuhafnar við Honningsvåg, er of dýr. 30. júní 2014 11:30 Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00 Veidneshöfn gæti orðið fyrirmynd Gunnólfsvíkur Tillaga Statoil að nýrri olíuhöfn í Norður-Noregi er athyglisverð fyrir Íslendinga. Sambærileg lausn í Gunnólfsvík í Finnafirði gæti orðið meðal þeirra sem kæmu til umræðu á Íslandi, finnist olía í vinnanlegu magni á Drekasvæðinu. 23. febrúar 2014 11:15 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fresta olíuhöfn í Norður-Noregi Lagning neðansjávarleiðslu frá nýfundnum olíulindum í Barentshafi til lands í Norður-Noregi , ásamt byggingu nýrrar olíuhafnar við Honningsvåg, er of dýr. 30. júní 2014 11:30
Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00
Veidneshöfn gæti orðið fyrirmynd Gunnólfsvíkur Tillaga Statoil að nýrri olíuhöfn í Norður-Noregi er athyglisverð fyrir Íslendinga. Sambærileg lausn í Gunnólfsvík í Finnafirði gæti orðið meðal þeirra sem kæmu til umræðu á Íslandi, finnist olía í vinnanlegu magni á Drekasvæðinu. 23. febrúar 2014 11:15