Lítt þekktur Svíi í efsta sætinu í Malasíu eftir fyrsta hring 30. október 2014 12:15 Ryan Moore hóf titilvörn sína í Malasíu með góðum hring. Getty Svíinn Rikard Karlberg leiðir eftir fyrsta hring á CIMB Classic sem fram fer á Kuala Lumupur vellinum í Malasíu en hann er á sjö höggum undir pari. Karlberg er lítt þekktur kylfingur sem hefur spilað á asísku PGA-mótaröðinni undanfarin ár en hann lék frábært golf á fyrsta hring og fékk ekki einn einasta skolla. Í öðru sæti koma Angelo Que, Brian Stuard og Billy Hurley á fimm höggum undir pari. Sigurvegari síðasta árs, Ryan Moore, hóf titilvörn sína vel en hann er á fjórum höggum undir pari, einu höggi betri heldur en Sergio Garcia sem er meðal þátttakenda um helgina. Hann notaðist við nýtt púttgrip á fyrsta hring sem hann lék á þremur höggum undir pari. Fleiri þekkt nöfn eru með í mótinu en þar má helst nefna bandaríska ungstirnið Patrick Reed sem lék fyrsta hring á tveimur höggum undir pari, Lee Westwood kom inn á sléttu pari og Jason Dufner átti erfiðan dag en hann lék á tveimur yfir pari og er mjög neðarlega á skortöflunni. Golfstöðin mun sýna frá tveimur stórum mótum um helgina en CIMB Classic og BMW Masters, sem er eitt veglegasta mót ársins á Evrópumótaröðinni, verða bæði á dagskrá stöðvarinnar. Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Svíinn Rikard Karlberg leiðir eftir fyrsta hring á CIMB Classic sem fram fer á Kuala Lumupur vellinum í Malasíu en hann er á sjö höggum undir pari. Karlberg er lítt þekktur kylfingur sem hefur spilað á asísku PGA-mótaröðinni undanfarin ár en hann lék frábært golf á fyrsta hring og fékk ekki einn einasta skolla. Í öðru sæti koma Angelo Que, Brian Stuard og Billy Hurley á fimm höggum undir pari. Sigurvegari síðasta árs, Ryan Moore, hóf titilvörn sína vel en hann er á fjórum höggum undir pari, einu höggi betri heldur en Sergio Garcia sem er meðal þátttakenda um helgina. Hann notaðist við nýtt púttgrip á fyrsta hring sem hann lék á þremur höggum undir pari. Fleiri þekkt nöfn eru með í mótinu en þar má helst nefna bandaríska ungstirnið Patrick Reed sem lék fyrsta hring á tveimur höggum undir pari, Lee Westwood kom inn á sléttu pari og Jason Dufner átti erfiðan dag en hann lék á tveimur yfir pari og er mjög neðarlega á skortöflunni. Golfstöðin mun sýna frá tveimur stórum mótum um helgina en CIMB Classic og BMW Masters, sem er eitt veglegasta mót ársins á Evrópumótaröðinni, verða bæði á dagskrá stöðvarinnar.
Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira