Overwatch er nýjasta nýtt frá Blizzard Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 9. nóvember 2014 15:03 Górillan Winston mættur leiks. Brynjan hafði forgang yfir laseraðgerðina. VÍSIR/BLIZZARD Leikjaframleiðandinn Blizzard Entertainment hefur svipt hulunni af nýjum fyrstu persónu skotleik, Overwatch. Um ákveðin tímamót er að ræða fyrir fyrirtækið en mörg ár eru síðan Blizzard kynnti alfarið nýja afurð til leiks. Spilun Overwatch hverfist um netspilun og samvinnu spilara þar sem þeir taka höndum saman sem alþjóðlegur hópur hermanna. Nokkrir mismunandi flokkar málaliða standa spilurum til boða, þar á meðal mennskir hermenn, gervimenni og vélmenni. Reyndar górillur einnig. Leikurinn var formlega kynntur á BlizzCon núna um helgina þar sem spilunin var sýnd í fyrirfram unnu myndbandi. Myndbrotið má sjá hér fyrir neðan. Reaper.VÍSIR/BLIZZARD Fagurfræðilega er Blizzard augljóslega að gera eitthvað algjörlega nýtt. Áherslan í Overwatch er á hraða, handahóf skotbardagans þar sem spilarar þjóta um vígvöllinn með fjarflutningi (ábendingar um íslenskt orð fyrir teleport eru vel þegnar) og krókbyssum. „Markmið okkar er að þróa frábæran FPS-tölvuleik sem er aðgengilegur en á sama tíma spennandi og margslunginn,“ segir Mike Morhaime, stjórnarformaður og stofnandi Blizzard Entertainment. Beta-útgáfa er væntanleg á næsta ári en útgáfudagur liggur ekki fyrir sem stendur. Blizzard Entertainment er dótturfélag Activision Blizzard. Fyrirtækið hefur gefið út marga af vinsælustu tölvuleikjum sögunnar, þar á meðal World of Warcraft, Starcraft og Diablo. Fjölbreytt flóra spilunarflokka.VÍSIR/BLIZZARD Leikjavísir Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira
Leikjaframleiðandinn Blizzard Entertainment hefur svipt hulunni af nýjum fyrstu persónu skotleik, Overwatch. Um ákveðin tímamót er að ræða fyrir fyrirtækið en mörg ár eru síðan Blizzard kynnti alfarið nýja afurð til leiks. Spilun Overwatch hverfist um netspilun og samvinnu spilara þar sem þeir taka höndum saman sem alþjóðlegur hópur hermanna. Nokkrir mismunandi flokkar málaliða standa spilurum til boða, þar á meðal mennskir hermenn, gervimenni og vélmenni. Reyndar górillur einnig. Leikurinn var formlega kynntur á BlizzCon núna um helgina þar sem spilunin var sýnd í fyrirfram unnu myndbandi. Myndbrotið má sjá hér fyrir neðan. Reaper.VÍSIR/BLIZZARD Fagurfræðilega er Blizzard augljóslega að gera eitthvað algjörlega nýtt. Áherslan í Overwatch er á hraða, handahóf skotbardagans þar sem spilarar þjóta um vígvöllinn með fjarflutningi (ábendingar um íslenskt orð fyrir teleport eru vel þegnar) og krókbyssum. „Markmið okkar er að þróa frábæran FPS-tölvuleik sem er aðgengilegur en á sama tíma spennandi og margslunginn,“ segir Mike Morhaime, stjórnarformaður og stofnandi Blizzard Entertainment. Beta-útgáfa er væntanleg á næsta ári en útgáfudagur liggur ekki fyrir sem stendur. Blizzard Entertainment er dótturfélag Activision Blizzard. Fyrirtækið hefur gefið út marga af vinsælustu tölvuleikjum sögunnar, þar á meðal World of Warcraft, Starcraft og Diablo. Fjölbreytt flóra spilunarflokka.VÍSIR/BLIZZARD
Leikjavísir Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira