Overwatch er nýjasta nýtt frá Blizzard Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 9. nóvember 2014 15:03 Górillan Winston mættur leiks. Brynjan hafði forgang yfir laseraðgerðina. VÍSIR/BLIZZARD Leikjaframleiðandinn Blizzard Entertainment hefur svipt hulunni af nýjum fyrstu persónu skotleik, Overwatch. Um ákveðin tímamót er að ræða fyrir fyrirtækið en mörg ár eru síðan Blizzard kynnti alfarið nýja afurð til leiks. Spilun Overwatch hverfist um netspilun og samvinnu spilara þar sem þeir taka höndum saman sem alþjóðlegur hópur hermanna. Nokkrir mismunandi flokkar málaliða standa spilurum til boða, þar á meðal mennskir hermenn, gervimenni og vélmenni. Reyndar górillur einnig. Leikurinn var formlega kynntur á BlizzCon núna um helgina þar sem spilunin var sýnd í fyrirfram unnu myndbandi. Myndbrotið má sjá hér fyrir neðan. Reaper.VÍSIR/BLIZZARD Fagurfræðilega er Blizzard augljóslega að gera eitthvað algjörlega nýtt. Áherslan í Overwatch er á hraða, handahóf skotbardagans þar sem spilarar þjóta um vígvöllinn með fjarflutningi (ábendingar um íslenskt orð fyrir teleport eru vel þegnar) og krókbyssum. „Markmið okkar er að þróa frábæran FPS-tölvuleik sem er aðgengilegur en á sama tíma spennandi og margslunginn,“ segir Mike Morhaime, stjórnarformaður og stofnandi Blizzard Entertainment. Beta-útgáfa er væntanleg á næsta ári en útgáfudagur liggur ekki fyrir sem stendur. Blizzard Entertainment er dótturfélag Activision Blizzard. Fyrirtækið hefur gefið út marga af vinsælustu tölvuleikjum sögunnar, þar á meðal World of Warcraft, Starcraft og Diablo. Fjölbreytt flóra spilunarflokka.VÍSIR/BLIZZARD Leikjavísir Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Leikjaframleiðandinn Blizzard Entertainment hefur svipt hulunni af nýjum fyrstu persónu skotleik, Overwatch. Um ákveðin tímamót er að ræða fyrir fyrirtækið en mörg ár eru síðan Blizzard kynnti alfarið nýja afurð til leiks. Spilun Overwatch hverfist um netspilun og samvinnu spilara þar sem þeir taka höndum saman sem alþjóðlegur hópur hermanna. Nokkrir mismunandi flokkar málaliða standa spilurum til boða, þar á meðal mennskir hermenn, gervimenni og vélmenni. Reyndar górillur einnig. Leikurinn var formlega kynntur á BlizzCon núna um helgina þar sem spilunin var sýnd í fyrirfram unnu myndbandi. Myndbrotið má sjá hér fyrir neðan. Reaper.VÍSIR/BLIZZARD Fagurfræðilega er Blizzard augljóslega að gera eitthvað algjörlega nýtt. Áherslan í Overwatch er á hraða, handahóf skotbardagans þar sem spilarar þjóta um vígvöllinn með fjarflutningi (ábendingar um íslenskt orð fyrir teleport eru vel þegnar) og krókbyssum. „Markmið okkar er að þróa frábæran FPS-tölvuleik sem er aðgengilegur en á sama tíma spennandi og margslunginn,“ segir Mike Morhaime, stjórnarformaður og stofnandi Blizzard Entertainment. Beta-útgáfa er væntanleg á næsta ári en útgáfudagur liggur ekki fyrir sem stendur. Blizzard Entertainment er dótturfélag Activision Blizzard. Fyrirtækið hefur gefið út marga af vinsælustu tölvuleikjum sögunnar, þar á meðal World of Warcraft, Starcraft og Diablo. Fjölbreytt flóra spilunarflokka.VÍSIR/BLIZZARD
Leikjavísir Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira