"Ég er ekki nógu grönn til að vera með grönnu stelpunum" Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. nóvember 2014 14:58 Fyrirsætan Myla Dalbesio, 27 ára, var nýlega ráðin í verkefni hjá tískurisanum Calvin Klein til að sitja fyrir í nýjustu herferðinni, Perfectly Fit. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Myla er það sem kallað er í fyrirsætubransanum „plus size“ eða fyrirsæta í yfirstærð. Hún notar stærð 10 og er talsvert stærri en þær fyrirsætur sem Calvin Klein ræður vanalega til sín. Aðrar fyrirsætur sem sitja fyrir í Perfectly Fit-herferðinni eru Lara Stone, Jourdan Dunn og Ji Hye Park. „Þetta er svolítið ruglandi því ég er stærri stelpa. Ég er ekki stærsta stelpan í bransanum en ég er klárlega stærri en allar stelpur sem Calvin Klein hefur unnið með og það hræðir mig aðeins,“ segir Myla í samtali við ELLE. Myla eyddi mörgum árum í að misnota lyf, fara í öfgakenndar megranir og kljást við lotugræðgi til að verða mjórri. Hún ákvað að taka líkama sinn í sátt en hefur átt erfitt uppdráttar í fyrirsætuheiminum. „Ég er í miðjunni. Ég er ekki nógu grönn til að vera með grönnu stelpunum og ekki nógu stór til að vera með stóru stelpunum þannig að ég hef ekki fundið minn stað. Þessi herferð er mjög mikilvæg fyrir mig. Ég veit samt ekki hvort ég komist á tískupallana, það er erfitt að komast að þar,“ segir hún. Mest lesið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Fleiri fréttir Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Fyrirsætan Myla Dalbesio, 27 ára, var nýlega ráðin í verkefni hjá tískurisanum Calvin Klein til að sitja fyrir í nýjustu herferðinni, Perfectly Fit. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Myla er það sem kallað er í fyrirsætubransanum „plus size“ eða fyrirsæta í yfirstærð. Hún notar stærð 10 og er talsvert stærri en þær fyrirsætur sem Calvin Klein ræður vanalega til sín. Aðrar fyrirsætur sem sitja fyrir í Perfectly Fit-herferðinni eru Lara Stone, Jourdan Dunn og Ji Hye Park. „Þetta er svolítið ruglandi því ég er stærri stelpa. Ég er ekki stærsta stelpan í bransanum en ég er klárlega stærri en allar stelpur sem Calvin Klein hefur unnið með og það hræðir mig aðeins,“ segir Myla í samtali við ELLE. Myla eyddi mörgum árum í að misnota lyf, fara í öfgakenndar megranir og kljást við lotugræðgi til að verða mjórri. Hún ákvað að taka líkama sinn í sátt en hefur átt erfitt uppdráttar í fyrirsætuheiminum. „Ég er í miðjunni. Ég er ekki nógu grönn til að vera með grönnu stelpunum og ekki nógu stór til að vera með stóru stelpunum þannig að ég hef ekki fundið minn stað. Þessi herferð er mjög mikilvæg fyrir mig. Ég veit samt ekki hvort ég komist á tískupallana, það er erfitt að komast að þar,“ segir hún.
Mest lesið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Fleiri fréttir Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira