Graeme McDowell hefur þriggja högga forystu á HSBC heimsmótinu í golfi sem fram fer í Kína en hann er á tíu höggum undir pari eftir fyrstu tvo hringina eftir að hafa leikið þá báða á 67 höggum.
Lykillinn að spilamennsku McDowell hafa verið púttin en hann hefur púttað hreint út sagt frábærlega ásamt því að upphafshöggin hans hafa verið hárnákvæm á hinum þrönga Sheshan velli í Shanghai.
Englendingurinn litríki, Ian Poulter, er einn í öðru sæti á sjö höggum undir pari en Hiroshi Iwata og Bubba Watson deila þriðja sætinu á sex höggum undir pari.
Áhugavert verður að fylgjast með hvort að McDowell takist að halda þessari frábæru spilamennsku áfram en margir af bestu kylfingum heims eru skammt undan á nokkrum höggum undir pari og gætu blandað sér í toppbaráttuna með góðum hring á morgun.
Mótið er sýnt í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst hún klukkan 03:00 í nótt.
McDowell enn í forystu í Shanghai

Mest lesið






Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram
Íslenski boltinn

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn


Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision
Enski boltinn
