Danski kylfingurinn Sebastian Cappelen leiðir á Sanderson Farms Championship sem fram fer á Jackson vellinum í Mississippi en hann lék fyrsta hring á 65 höggum eða sjö undir pari.
Það virðist eitthvað við að gera hluti í fyrsta skiptið sem dregur fram það besta í Cappelen en í fyrsta mótinu sínu á Web.com mótaröðinni fyrir hálfu ári sigraði hann á Air Capital Classic mótinu.
Sanderson Farms Championship er einnig fyrsta mót hans á PGA-mótaröðinni en Cappelen lék frábært golf og eftir að hafa fengið skolla á fyrstu holuna fylgdi hann því eftir með átta fuglum síðar á hringnum.
Í öðru sæti, tveimur höggum á eftir Cappelen eru þeir Scott Pickney, Robert Streb og Nick Taylor á fimm höggum undir pari en margir kylfingar deila fimmta sætinu á fjórum höggum undir, meðal annars fyrrum besti kylfingur heims, David Duval.
Annar hringur verður leikinn í dag en bein útsending verður á Golfstöðinni frá klukkan 19:00.
Sebastian Cappelen efstur eftir fyrsta hring í Mississippi

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn



Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti

„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti