Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 28-25 | Þriðji sigur Vals í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. nóvember 2014 16:28 vísir/stefán Valur komst upp að hlið Aftureldingar á toppi Olís-deildar karla eftir þriggja marka sigur, 28-25, á FH í Vodafone-höllinni í kvöld, en fyrir leikinn voru bæði lið með 11 stig. Valsmenn voru mun sterkari aðilinn í byrjun leiks, vörnin var sterk og eftir fjögurra mínútna leik var staðan 3-0, heimamönnum í vil. FH-ingar áttu á löngum köflum í mestu vandræðum með vörn Vals og þær sóknir sem ekki strönduðu á vörninni strönduðu flestar á Stephen Nielsen, frábærum markverði Vals sem varði alls tíu skot í fyrri hálfleik, eða 48% allra skota sem hann fékk á sig. Valsmenn komust í tvígang fjórum mörkum yfir, en í stöðunni 9-5 kom fínn kafli hjá gestunum sem skoruðu þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn í eitt mark, 9-8. Heimamenn áttu erfitt uppdráttar í sókninni á þessum tíma en þeir skoruðu ekki mark í einhverjar sex mínútur. Kári Kristján Kristjánsson losaði loks um stífluna þegar hann kom Val tveimur mörkum yfir, 10-8. Og Valsmenn enduðu hálfleikinn betur, þrátt fyrir að vera meira og minna einum færri síðustu tíu mínútur hans. Staðan var 14-11 í leikhléi, en seinni hálfleikurinn var ekki ósvipaður þeim fyrri. FH-ingar voru áfram í vandræðum í sókninni og þeirra helstu kanónur skutu of mörgum púðurskotum. Valsmenn komust mest fimm mörkum yfir, 20-15, eftir 40. mínútna leik, en þá kom fínn sprettur hjá FH-ingum. Þeir skoruðu fjögur mörk gegn einu og minnkuðu muninn í tvö mörk, 21-19. Lengra komust þeir hins vegar ekki. Valsmenn þéttu raðirnar í vörninni og Nielsen hélt áfram að verja í markinu. Geir Guðmundsson, sem var öflugur í kvöld, skoraði tvö mörk á skömmum kafla, en framlag hans og Kára reyndist þungt á metunum undir lokin. Þrátt fyrir ýmsar tilraunir og tilfærslur tókst FH-ingum ekki að koma sér inn í leikinn og Valsmenn unnu að lokum þriggja marka sigur, 28-25. Geir var markahæstur í liði Vals með átta mörk, en Kári og Guðmundur Hólmar Helgason komu næstir með fimm mörk hvor. Valsmenn geta spilað betri sóknarleik og eiga talsvert inni á þeim vettvangi, en varnarleikurinn var sterkur og Nielsen varði jafnt og þétt allan leikinn. Daninn endaði með 21 skot, eða 46% hlutfallsmarkvörslu. Ísak Rafnsson var atkvæðamestur gestanna úr Hafnarfirði með fimm mörk, en hann var ekki með góða skotnýtingu, líkt og Ásbjörn Friðriksson. Ragnar Jóhannsson náði sér heldur engan veginn á strik, en hann skoraði aðeins eitt mark í leiknum og var tekinn af velli í seinni hálfleik. Einn af fáum ljósum punktum í leik FH var frammistaða Daníel Matthíassonar sem stóð sig vel á línunni, skoraði fjögur mörk úr jafnmörgum skotum og fiskaði tvö vítaköst.Jón: Stóðum mikið í vörn Jón Kristjánsson, þjálfari Vals, var sáttur með sigurinn á FH í 9. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Hann sagði þó að sínir menn ættu enn talsvert inni. „Þetta var ágætis handboltaleikur að mörgu leyti. Við stóðum mikið í vörn og gerðum það vel, og Stephen (Nielsen) varði vel. Þeir áttu erfitt með að finna svör við varnarleik okkar, en við vorum oft full fljótir að klára sóknirnar okkar, sérstaklega í fyrri hálfleik. „Við flýttum okkur um of eftir að hafa verið lengi í vörn og við hefðum getað verið með betra forskot í hálfleik. En við vorum með þennan leik allan tímann, þannig var tilfinningin allavega. „Þeir komu þessu mest niður í tvö mörk, en mér fannst við alltaf eiga eitthvað inni þegar þeir gerðu áhlaup,“ sagði Jón sem var að vonum sáttur með frammistöðu Nielsen sem hefur spilað mjög vel í undanförnum leikjum. „Stephen var frábær og við vorum að spila þétta vörn sem hjálpaði honum. Hann er að standa sig mjög vel.“ Þetta var þriðji sigur Vals í röð, en Hlíðarendapiltar eru nú jafnir Aftureldingu á toppi deildarinnar. Jón kveðst nokkuð sáttur með stígandann í Valsliðinu. „Við erum hægt og rólega að þroska liðið. Vörnin hefur hægt og bítandi verið að batna, en við eigum enn langt í land sóknarlega og það er bara verkefni sem við þurfum að leysa,“ sagði Jón að lokum.Ísak: Mættum ekki nógu klárir til leiks Ísak Rafnsson, leikmaður FH, var að vonum daufur í dálkinn eftir 28-25 tap fyrir Val í Olís-deildinni í kvöld. En hvað fannst honum fara úrskeiðis í leiknum? „Byrjunin sérstaklega. Við mættum ekki nógu klárir til leiks og vorum alltaf að elta sem er erfitt gegn svona góðu liði eins og Val,“ sagði Ísak en FH tókst aldrei að jafna metin eftir að hafa lent 3-0 undir í byrjun leiks. „Við náðum mest að minnka muninn niður í tvö mörk og klúðruðum þeim möguleikum sem við fengum til að minnka muninn enn frekar með agaleysi, eða einhverju svoleiðis. „Það á ekki að vera til staðar hjá okkur, en ég ætla ekki að taka neitt af Valsliðinu, þeir spiluðu frábærlega í kvöld og áttu sigurinn skilið,“ sagði Ísak ennfremur en hvað finnst honum um uppskeru FH-inga það sem af er móti? „Það er ágætt að vera með 11 stig, en ég væri til í að vera með fjórum stigum meira. Framundan er leikur við ÍBV úti í Eyjum eftir viku og við ætlum að taka tvö stig þar,“ sagði Ísak að lokum en hann var markahæstur FH-inga í kvöld með fimm mörk. Olís-deild karla Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Valur komst upp að hlið Aftureldingar á toppi Olís-deildar karla eftir þriggja marka sigur, 28-25, á FH í Vodafone-höllinni í kvöld, en fyrir leikinn voru bæði lið með 11 stig. Valsmenn voru mun sterkari aðilinn í byrjun leiks, vörnin var sterk og eftir fjögurra mínútna leik var staðan 3-0, heimamönnum í vil. FH-ingar áttu á löngum köflum í mestu vandræðum með vörn Vals og þær sóknir sem ekki strönduðu á vörninni strönduðu flestar á Stephen Nielsen, frábærum markverði Vals sem varði alls tíu skot í fyrri hálfleik, eða 48% allra skota sem hann fékk á sig. Valsmenn komust í tvígang fjórum mörkum yfir, en í stöðunni 9-5 kom fínn kafli hjá gestunum sem skoruðu þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn í eitt mark, 9-8. Heimamenn áttu erfitt uppdráttar í sókninni á þessum tíma en þeir skoruðu ekki mark í einhverjar sex mínútur. Kári Kristján Kristjánsson losaði loks um stífluna þegar hann kom Val tveimur mörkum yfir, 10-8. Og Valsmenn enduðu hálfleikinn betur, þrátt fyrir að vera meira og minna einum færri síðustu tíu mínútur hans. Staðan var 14-11 í leikhléi, en seinni hálfleikurinn var ekki ósvipaður þeim fyrri. FH-ingar voru áfram í vandræðum í sókninni og þeirra helstu kanónur skutu of mörgum púðurskotum. Valsmenn komust mest fimm mörkum yfir, 20-15, eftir 40. mínútna leik, en þá kom fínn sprettur hjá FH-ingum. Þeir skoruðu fjögur mörk gegn einu og minnkuðu muninn í tvö mörk, 21-19. Lengra komust þeir hins vegar ekki. Valsmenn þéttu raðirnar í vörninni og Nielsen hélt áfram að verja í markinu. Geir Guðmundsson, sem var öflugur í kvöld, skoraði tvö mörk á skömmum kafla, en framlag hans og Kára reyndist þungt á metunum undir lokin. Þrátt fyrir ýmsar tilraunir og tilfærslur tókst FH-ingum ekki að koma sér inn í leikinn og Valsmenn unnu að lokum þriggja marka sigur, 28-25. Geir var markahæstur í liði Vals með átta mörk, en Kári og Guðmundur Hólmar Helgason komu næstir með fimm mörk hvor. Valsmenn geta spilað betri sóknarleik og eiga talsvert inni á þeim vettvangi, en varnarleikurinn var sterkur og Nielsen varði jafnt og þétt allan leikinn. Daninn endaði með 21 skot, eða 46% hlutfallsmarkvörslu. Ísak Rafnsson var atkvæðamestur gestanna úr Hafnarfirði með fimm mörk, en hann var ekki með góða skotnýtingu, líkt og Ásbjörn Friðriksson. Ragnar Jóhannsson náði sér heldur engan veginn á strik, en hann skoraði aðeins eitt mark í leiknum og var tekinn af velli í seinni hálfleik. Einn af fáum ljósum punktum í leik FH var frammistaða Daníel Matthíassonar sem stóð sig vel á línunni, skoraði fjögur mörk úr jafnmörgum skotum og fiskaði tvö vítaköst.Jón: Stóðum mikið í vörn Jón Kristjánsson, þjálfari Vals, var sáttur með sigurinn á FH í 9. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Hann sagði þó að sínir menn ættu enn talsvert inni. „Þetta var ágætis handboltaleikur að mörgu leyti. Við stóðum mikið í vörn og gerðum það vel, og Stephen (Nielsen) varði vel. Þeir áttu erfitt með að finna svör við varnarleik okkar, en við vorum oft full fljótir að klára sóknirnar okkar, sérstaklega í fyrri hálfleik. „Við flýttum okkur um of eftir að hafa verið lengi í vörn og við hefðum getað verið með betra forskot í hálfleik. En við vorum með þennan leik allan tímann, þannig var tilfinningin allavega. „Þeir komu þessu mest niður í tvö mörk, en mér fannst við alltaf eiga eitthvað inni þegar þeir gerðu áhlaup,“ sagði Jón sem var að vonum sáttur með frammistöðu Nielsen sem hefur spilað mjög vel í undanförnum leikjum. „Stephen var frábær og við vorum að spila þétta vörn sem hjálpaði honum. Hann er að standa sig mjög vel.“ Þetta var þriðji sigur Vals í röð, en Hlíðarendapiltar eru nú jafnir Aftureldingu á toppi deildarinnar. Jón kveðst nokkuð sáttur með stígandann í Valsliðinu. „Við erum hægt og rólega að þroska liðið. Vörnin hefur hægt og bítandi verið að batna, en við eigum enn langt í land sóknarlega og það er bara verkefni sem við þurfum að leysa,“ sagði Jón að lokum.Ísak: Mættum ekki nógu klárir til leiks Ísak Rafnsson, leikmaður FH, var að vonum daufur í dálkinn eftir 28-25 tap fyrir Val í Olís-deildinni í kvöld. En hvað fannst honum fara úrskeiðis í leiknum? „Byrjunin sérstaklega. Við mættum ekki nógu klárir til leiks og vorum alltaf að elta sem er erfitt gegn svona góðu liði eins og Val,“ sagði Ísak en FH tókst aldrei að jafna metin eftir að hafa lent 3-0 undir í byrjun leiks. „Við náðum mest að minnka muninn niður í tvö mörk og klúðruðum þeim möguleikum sem við fengum til að minnka muninn enn frekar með agaleysi, eða einhverju svoleiðis. „Það á ekki að vera til staðar hjá okkur, en ég ætla ekki að taka neitt af Valsliðinu, þeir spiluðu frábærlega í kvöld og áttu sigurinn skilið,“ sagði Ísak ennfremur en hvað finnst honum um uppskeru FH-inga það sem af er móti? „Það er ágætt að vera með 11 stig, en ég væri til í að vera með fjórum stigum meira. Framundan er leikur við ÍBV úti í Eyjum eftir viku og við ætlum að taka tvö stig þar,“ sagði Ísak að lokum en hann var markahæstur FH-inga í kvöld með fimm mörk.
Olís-deild karla Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira