Bjarki Sig: Við þurfum að gyrða okkur í brók Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2014 09:57 Bjarki Sigurðsson þjálfar nú lið HK. Vísir/Stefán Bjarki Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari HK í Olís-deild karla í handbolta, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Íslenska liðið sem tapaði á móti Svartfjallalandi um síðustu helgi var mun eldra en liðið sem gekk í gegnum stóru kynslóðarskiptin árið 1990. Þá var Bjarki einn af leikmönnunum sem tóku við keflinu. „Þetta kom mér svolítið á óvart. Margir þeirra eru búnir að spila fantavel, sýna sitt með landsliðinu og gera góða hluti undanfarinn áratug. Að sjálfsögðu kemur alltaf að endastöð og það eru kannski einhverjir komnir á þann punkt að þeir þurfa að fara að draga í land," segir Bjarki en hann segir að þróunin í boltanum sé sú að leikmenn séu alltaf að spila lengur og lengur. „Maður horfði mikið upp til gömlu refanna eins og Einars, Alla og Stjána. Þarna var sjö til tíu ára aldursmunur. Á þessum árum dugðu menn kannski á alþjóðlegum handbolta til þrítugs," segir Bjarki en íslensku leikmennirnir eru orðnir mun eldri. „Svo er náttúrulega hitt hvort þeir eiga heima í landsliði eða ekki og það er stór spurning. Við erum fámenn þjóð og þó svo að við höfum verið á toppnum undanfarin áratug og gott betur með okkar landsliðið þá þarf alltaf kynslóðarskipti. Deildin er ekki stór og mikil og þó svo að við ungum út fullt að efnilegum og góðum leikmönnum þá getur verið langt á milli og langt í það að þeir nái þessu kaliberi," segir Bjarki. „Við þurfum líka að gyrða okkur í brók og hefja undirbúning fyrir þá drengi sem eru efnilegir og góðir. 1990-liðið náði silfurverðlaunum á stórmóti og þar voru margir leikmenn eins og til dæmis Aron Pálmarson og Stefán Rafn (Sigurmannsson). Það eru fleiri úr því liði sem hefði mátt fara að huga að og undirbúa fyrir komandi ár í landsliði. Það væri kannski hægt að útfæra með einhverskonar b-landsliði," segir Bjarki. „Það kemur að því að þessir leikmenn lenda á endastöð og það styttist óðfluga í það. Þá þarf að koma nýjum leikmönnum inn. Það er til fullt af ungum og efnilegum drengjum en það þarf bara að fara að gefa þeim tækifærið. Eftir að liðinu tókst ekki að komast á stórmót núna í janúar hefði þurft að búa eitthvað til fyrir yngri og efnilegri leikmenn til að þeir séu tilbúnir í verkefnið þegar það kemur að því," sagði Bjarki en það má finna allt viðtal Valtýs við Bjarka hér fyrir neðan.Viðtalið við Bjarka Sigurðsson. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30 Erum dálítið að sofna á verðinum "Ungu strákarnir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar Grímsson en hann og Bjarki Sigurðsson hafa báðir áhyggjur af háum meðalaldri íslenska landsliðsins. Bjarki nefnir B-landslið sem mögulega 5. nóvember 2014 06:30 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Bjarki Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari HK í Olís-deild karla í handbolta, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Íslenska liðið sem tapaði á móti Svartfjallalandi um síðustu helgi var mun eldra en liðið sem gekk í gegnum stóru kynslóðarskiptin árið 1990. Þá var Bjarki einn af leikmönnunum sem tóku við keflinu. „Þetta kom mér svolítið á óvart. Margir þeirra eru búnir að spila fantavel, sýna sitt með landsliðinu og gera góða hluti undanfarinn áratug. Að sjálfsögðu kemur alltaf að endastöð og það eru kannski einhverjir komnir á þann punkt að þeir þurfa að fara að draga í land," segir Bjarki en hann segir að þróunin í boltanum sé sú að leikmenn séu alltaf að spila lengur og lengur. „Maður horfði mikið upp til gömlu refanna eins og Einars, Alla og Stjána. Þarna var sjö til tíu ára aldursmunur. Á þessum árum dugðu menn kannski á alþjóðlegum handbolta til þrítugs," segir Bjarki en íslensku leikmennirnir eru orðnir mun eldri. „Svo er náttúrulega hitt hvort þeir eiga heima í landsliði eða ekki og það er stór spurning. Við erum fámenn þjóð og þó svo að við höfum verið á toppnum undanfarin áratug og gott betur með okkar landsliðið þá þarf alltaf kynslóðarskipti. Deildin er ekki stór og mikil og þó svo að við ungum út fullt að efnilegum og góðum leikmönnum þá getur verið langt á milli og langt í það að þeir nái þessu kaliberi," segir Bjarki. „Við þurfum líka að gyrða okkur í brók og hefja undirbúning fyrir þá drengi sem eru efnilegir og góðir. 1990-liðið náði silfurverðlaunum á stórmóti og þar voru margir leikmenn eins og til dæmis Aron Pálmarson og Stefán Rafn (Sigurmannsson). Það eru fleiri úr því liði sem hefði mátt fara að huga að og undirbúa fyrir komandi ár í landsliði. Það væri kannski hægt að útfæra með einhverskonar b-landsliði," segir Bjarki. „Það kemur að því að þessir leikmenn lenda á endastöð og það styttist óðfluga í það. Þá þarf að koma nýjum leikmönnum inn. Það er til fullt af ungum og efnilegum drengjum en það þarf bara að fara að gefa þeim tækifærið. Eftir að liðinu tókst ekki að komast á stórmót núna í janúar hefði þurft að búa eitthvað til fyrir yngri og efnilegri leikmenn til að þeir séu tilbúnir í verkefnið þegar það kemur að því," sagði Bjarki en það má finna allt viðtal Valtýs við Bjarka hér fyrir neðan.Viðtalið við Bjarka Sigurðsson.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30 Erum dálítið að sofna á verðinum "Ungu strákarnir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar Grímsson en hann og Bjarki Sigurðsson hafa báðir áhyggjur af háum meðalaldri íslenska landsliðsins. Bjarki nefnir B-landslið sem mögulega 5. nóvember 2014 06:30 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30
Erum dálítið að sofna á verðinum "Ungu strákarnir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar Grímsson en hann og Bjarki Sigurðsson hafa báðir áhyggjur af háum meðalaldri íslenska landsliðsins. Bjarki nefnir B-landslið sem mögulega 5. nóvember 2014 06:30
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti