Marcel Siem stal sigrinum í Shanghai 2. nóvember 2014 18:50 Siem og kylfusveinn hans fagna sigrinum í gær. AP Þjóðverjinn Marcel Siem sigraði á BMW meistaramótinu sem kláraðist í nótt en sigurinn er hans fjórði á Evrópumótaröðinni á ferlinum. Leikið var á Lake Malaren í Shanghai í Kína en BMW meistaramótið er fyrsta mótið í lokamótaröð Evrópumótaraðarinnar. Fyrir lokahringinn var Frakkinn Alexander Levy með góða fjögurra högga forystu en hann var heila 22 undir pari. Hann náði þó ekki að halda uppteknum hætti á lokahringnum sem spilaðist í mun erfiðari aðstæðum en fyrstu þrír hringirnir. Levy kom inn á 78 höggum eða sex yfir pari og kláraði hann því mótið á 16 höggum undir pari. Þetta nýttu Marcel Siem og Ross Fisher sér en þeir enduðu einnig mótið á 16 undir pari og því þurfti að grípa til bráðabana. Á fyrstu holu í bráðabananum vippaði Siem svo í fyrir fugli á meðan að Levy og Fisher fengu aðeins par og sigurinn var því hans. Ryder-stjörnurnar Justin Rose og Jamie Donaldson deildu fjórða sætinu á 15 höggum undir pari en Rose hefði komist í bráðabanann ef hann hefði ekki fengið skolla á lokaholunni. Fyrir sigurinn fékk Siem rúmlega 250 milljónir í sinn hlut en BMW masters er eitt veglegasta mótið sem haldið er á Evrópumótaröðinni á hverju ári. Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þjóðverjinn Marcel Siem sigraði á BMW meistaramótinu sem kláraðist í nótt en sigurinn er hans fjórði á Evrópumótaröðinni á ferlinum. Leikið var á Lake Malaren í Shanghai í Kína en BMW meistaramótið er fyrsta mótið í lokamótaröð Evrópumótaraðarinnar. Fyrir lokahringinn var Frakkinn Alexander Levy með góða fjögurra högga forystu en hann var heila 22 undir pari. Hann náði þó ekki að halda uppteknum hætti á lokahringnum sem spilaðist í mun erfiðari aðstæðum en fyrstu þrír hringirnir. Levy kom inn á 78 höggum eða sex yfir pari og kláraði hann því mótið á 16 höggum undir pari. Þetta nýttu Marcel Siem og Ross Fisher sér en þeir enduðu einnig mótið á 16 undir pari og því þurfti að grípa til bráðabana. Á fyrstu holu í bráðabananum vippaði Siem svo í fyrir fugli á meðan að Levy og Fisher fengu aðeins par og sigurinn var því hans. Ryder-stjörnurnar Justin Rose og Jamie Donaldson deildu fjórða sætinu á 15 höggum undir pari en Rose hefði komist í bráðabanann ef hann hefði ekki fengið skolla á lokaholunni. Fyrir sigurinn fékk Siem rúmlega 250 milljónir í sinn hlut en BMW masters er eitt veglegasta mótið sem haldið er á Evrópumótaröðinni á hverju ári.
Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira