Sergio Garcia fær hjálp úr óvæntri átt í Dubai 19. nóvember 2014 22:00 Sergio Garcia prufar nýjan kylfusvein um helgina. Getty Sergio Garcia skipti um kylfusvein fyrir Thailand Golf meistaramótið sem fram fór á síðasta ári en kærasta hans, Katharina Boehm, var á pokanum þegar að hann sigraði mótið með fjórum höggum. Garcia ætlar að reyna slíkt hið sama nú um helgina þegar að lokamót Evrópumótaraðarinnar fer fram í Dubai. Það er hins vegar ekki kærsta hans sem sér um að bera kylfurnar heldur fyrrum besti tennisleikari heims, Spánverjinn Juan Carlos Ferrero. Ferrero sigraði á Opna franska meistaramótinu árið 2003 og fór í kjölfarið upp í efsta sæti á heimslistanum í Tennis. Hann sigraði alls á 16 stórum tennismótum á ferlinum en Garcia, sem er gamall vinur hans, sagði við fréttamenn að sigurhugarfar Ferrero geti hjálpað honum í Dubai. „Við ræddum um þetta og hann var mjög spenntur fyrir því að prufa. Ég hef spilað golf með honum áður og það er aldrei slæmt að hafa góðan vin á pokanum. Katharina er sátt með að rölta með okkur og veita okkur stuðning úr fjarlægð.“ DP World Tour Championship er einn stærsti viðburður Evrópumótaraðarinnar ár hvert en aðeins 60 stigahæstu kylfingar hennar hafa þátttökurétt. Verðlaunafé er einnig gríðarlega hátt sem og bónusgreiðslur til þeirra kylfinga sem í það komast. Margir af bestu kylfingum heims taka þátt, meðal annars Rory McIlroy sem snýr aftur á golfvöllinn eftir nokkurra vikna hlé. Allir dagarnir verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending frá fyrsta hring klukkan 08:00 í fyrramálið. Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Sergio Garcia skipti um kylfusvein fyrir Thailand Golf meistaramótið sem fram fór á síðasta ári en kærasta hans, Katharina Boehm, var á pokanum þegar að hann sigraði mótið með fjórum höggum. Garcia ætlar að reyna slíkt hið sama nú um helgina þegar að lokamót Evrópumótaraðarinnar fer fram í Dubai. Það er hins vegar ekki kærsta hans sem sér um að bera kylfurnar heldur fyrrum besti tennisleikari heims, Spánverjinn Juan Carlos Ferrero. Ferrero sigraði á Opna franska meistaramótinu árið 2003 og fór í kjölfarið upp í efsta sæti á heimslistanum í Tennis. Hann sigraði alls á 16 stórum tennismótum á ferlinum en Garcia, sem er gamall vinur hans, sagði við fréttamenn að sigurhugarfar Ferrero geti hjálpað honum í Dubai. „Við ræddum um þetta og hann var mjög spenntur fyrir því að prufa. Ég hef spilað golf með honum áður og það er aldrei slæmt að hafa góðan vin á pokanum. Katharina er sátt með að rölta með okkur og veita okkur stuðning úr fjarlægð.“ DP World Tour Championship er einn stærsti viðburður Evrópumótaraðarinnar ár hvert en aðeins 60 stigahæstu kylfingar hennar hafa þátttökurétt. Verðlaunafé er einnig gríðarlega hátt sem og bónusgreiðslur til þeirra kylfinga sem í það komast. Margir af bestu kylfingum heims taka þátt, meðal annars Rory McIlroy sem snýr aftur á golfvöllinn eftir nokkurra vikna hlé. Allir dagarnir verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending frá fyrsta hring klukkan 08:00 í fyrramálið.
Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira