Hrútar frestast vegna veðurblíðu Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2014 16:48 Charlotte Böving & Sigurður Sigurjónsson við tökur. Vetrartökum á kvikmyndinni Hrútum í leikstjórn Gríms Hákonarsonar hefur verið frestað fram í janúar vegna snjóleysis í Bárðardal. Síðari hluti af tökum hefur staðið yfir nú í nóvember en síðustu tökudagarnir hafa nú verið færðir fram í janúar vegna einmuna veðurblíðu á Norðurlandi. Í kvikmyndinni fara þeir Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson með hlutverk tveggja bræðra sem stunda búskap á samliggjandi jörðum en hafa ekki talast við í fjörtíu ár. Framvinda sögunnar krefst þess að í Bárðardalnum sé alvöru vetur og snjór yfir öllu meðan á tökum stendur líkt og algengt er á þessum árstíma. Vetrartökur hófust þann 10. nóvember í frosthörkum við alhvíta jörð. Nú blasa hins vegar við græn tún og fuglasöngur. Samkvæmt veðurspám er milt veður í kortunum fyrir norðan og lítil von á snjónum sem nauðsynlegur er svo tökur geti haldið áfram. Þessi skortur á vetrarveðri veldur framleiðslunni auðvitað töluverðu raski. Tökur hafa hins vegar gengið að óskum hingað til og telja aðstandendur myndarinnar ólíklegt að tafirnar muni hafa áhrif á útgáfu myndarinnar, en ætlunin er að frumsýna hana næsta haust. Menning Veður Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Vetrartökum á kvikmyndinni Hrútum í leikstjórn Gríms Hákonarsonar hefur verið frestað fram í janúar vegna snjóleysis í Bárðardal. Síðari hluti af tökum hefur staðið yfir nú í nóvember en síðustu tökudagarnir hafa nú verið færðir fram í janúar vegna einmuna veðurblíðu á Norðurlandi. Í kvikmyndinni fara þeir Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson með hlutverk tveggja bræðra sem stunda búskap á samliggjandi jörðum en hafa ekki talast við í fjörtíu ár. Framvinda sögunnar krefst þess að í Bárðardalnum sé alvöru vetur og snjór yfir öllu meðan á tökum stendur líkt og algengt er á þessum árstíma. Vetrartökur hófust þann 10. nóvember í frosthörkum við alhvíta jörð. Nú blasa hins vegar við græn tún og fuglasöngur. Samkvæmt veðurspám er milt veður í kortunum fyrir norðan og lítil von á snjónum sem nauðsynlegur er svo tökur geti haldið áfram. Þessi skortur á vetrarveðri veldur framleiðslunni auðvitað töluverðu raski. Tökur hafa hins vegar gengið að óskum hingað til og telja aðstandendur myndarinnar ólíklegt að tafirnar muni hafa áhrif á útgáfu myndarinnar, en ætlunin er að frumsýna hana næsta haust.
Menning Veður Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira