Ljósmynd af Freyju vinnur til verðlauna Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2014 13:06 Hér má sjá umrædda mynd af Freyju. mynd/Gabrielle Motola Ljósmynd af Freyju Haraldsdóttur, verkefnastýru og stjórnmálakonu, eftir ljósmyndarann Gabrielle Motola, var valin í Taylor Wessing Portrait Prize 2014. Sýning í tengslum við verðlaunin var opnuð í National Portrait Gallery í London þann 11. nóvember, en hún opnaði fyrir almenning þann 13. nóvember og verður opin fram yfir miðjan febrúar. Um 1700 ljósmyndarar með yfir 4.000 ljósmyndir sendu inn tilnefningar og var mynd Gabrielle ein af 60 ljósmyndum sem hlutu viðurkenningu. Gabrielle og Freyja hittust í Reykjavík fyrir rétt um ári síðan vegna vinnu Gabrielle við verkefnið Women of Iceland. Úr varð þessi verðlaunamynd ásamt viðtali sem verður hluti af bók sem Gabrielle vinnur nú að í samstarfi við íslenskan verkefnastjóra. Bókin inniheldur portrett ljósmyndir og viðtöl við um fimmtíu íslenskar konur þar sem tekin eru fyrir viðfangsefni tengd jafnrétti kynjanna út frá samfélagslegum málefnum, svo sem menntun, barnagæslu, fangelsismálum, fötlun, kynhneigð, nýsköpun og svo mætti lengi telja. Á meðal viðmælenda í bókinni eru Frú Vigdís Finnbogadóttir, Margrét Frímannsdóttir, Liv Bergþórsdóttir, Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Auður Jónsdóttir. Ljósmyndir og texti eru hvoru tveggja unnin af Gabrielle sjálfri, en hún leitar nú útgefanda fyrir bókina á Íslandi og í Bretlandi. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Ljósmynd af Freyju Haraldsdóttur, verkefnastýru og stjórnmálakonu, eftir ljósmyndarann Gabrielle Motola, var valin í Taylor Wessing Portrait Prize 2014. Sýning í tengslum við verðlaunin var opnuð í National Portrait Gallery í London þann 11. nóvember, en hún opnaði fyrir almenning þann 13. nóvember og verður opin fram yfir miðjan febrúar. Um 1700 ljósmyndarar með yfir 4.000 ljósmyndir sendu inn tilnefningar og var mynd Gabrielle ein af 60 ljósmyndum sem hlutu viðurkenningu. Gabrielle og Freyja hittust í Reykjavík fyrir rétt um ári síðan vegna vinnu Gabrielle við verkefnið Women of Iceland. Úr varð þessi verðlaunamynd ásamt viðtali sem verður hluti af bók sem Gabrielle vinnur nú að í samstarfi við íslenskan verkefnastjóra. Bókin inniheldur portrett ljósmyndir og viðtöl við um fimmtíu íslenskar konur þar sem tekin eru fyrir viðfangsefni tengd jafnrétti kynjanna út frá samfélagslegum málefnum, svo sem menntun, barnagæslu, fangelsismálum, fötlun, kynhneigð, nýsköpun og svo mætti lengi telja. Á meðal viðmælenda í bókinni eru Frú Vigdís Finnbogadóttir, Margrét Frímannsdóttir, Liv Bergþórsdóttir, Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Auður Jónsdóttir. Ljósmyndir og texti eru hvoru tveggja unnin af Gabrielle sjálfri, en hún leitar nú útgefanda fyrir bókina á Íslandi og í Bretlandi.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira