Golf

Birgir Leifur úr leik

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Birgir Leifur hefði þurft svipaðan hring og í gær til að komast áfram.
Birgir Leifur hefði þurft svipaðan hring og í gær til að komast áfram. vísir/daníel
Birgir Leifur Hafþórsson er úr leik á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar í golfi eftir að spila fjórða hringinn á 72 höggum eða tveimur höggum yfir pari.

Hann er sem stendur jafn nokkrum öðrum kylfingum í 102. sæti, en 70 efstu kylfingarnir fá að keppa síðustu tvo hringina. Tuttugu og fimm efstu eftir sex hringi komast á Evrópumótaröðina.

Bara það að vera á meðal 70 efstu hefði gert mikið fyrir Birgi Leif þar sem það hefði bætt stöðu hans á styrkleikalista Áskorendamótarðarinnar. Þar með hefði verkefnum hans á næsta tímabili fjölgað verulega, að því fram kemur á kylfingur.is.

Birgir Leifur spilaði fyrstu tvo hringina á samtals fimm höggum yfir pari en lagaði stöðu sína verulega í gær þegar hann spilaði á fjórum undir pari. Miðað við stöðuna núna hefði hann þurft að spila á þremur undir í dag til að komast áfram.

Birgir hóf leik á tíundu braut og fékk strax skolla og annar fyldi í kjölfarið á 15. braut. Þriðji skollinn kom á fjórðu braut sem var sú þrettánda sem Birgir spilaði í dag. Fyrsti og eini fuglinn kom á næst síðustu brautinni, en það var of lítið og of seint.

Skorkort Birgis Leifs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×