Birgir Leifur Hafþórsson lagaði stöðu sína á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í dag þegar hann spilaði þriðja hringinn á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari.
Birgir Leifur var á fimm höggum yfir pari eftir fyrstu tvo hringina og er nú í heildina á einu höggi yfir pari fyrir fjórða hringinn.
Hann fór upp um 50 sæti eftir hringinn í dag, að því fram kemur á kylfingur.is, en 70 efstu kylfingarnir komast á lokahringina tvo að loknum fjórum keppnisdögum.
Aðeins 25 kylfingar fá keppnisrétt á Evrópumótaröðinni eftir 108 holur og er Birgir Leifur sex höggum frá 25. sætinu. Hann verður því að spila mjög vel á morgun til að halda draumnum á lífi.
Birgir Leifur lagaði stöðu sína
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1

Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn




