Handbolti

Þrír íslenskir leikmenn og einn þjálfari tilnefndir í stjörnuliðið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Pálmarsson og Alfreð Gíslason eru báðir tilnefndir.
Aron Pálmarsson og Alfreð Gíslason eru báðir tilnefndir. vísir/getty
Stjörnulið þýsku 1. deildarinnar í handbolta mætir þýska landsliðinu í árlegum sýningarleik sjötta febrúar á næsta ári og er kosning hafin á vefsíðu deildarinnar um hverjir munu eiga sæti í stjörnuliðinu.

Sex leikmenn koma til greina í hverja stöðu, en þeir eru valdir af deildinni. Svo er kosið á vefsíðu deildarinnar um hverjir verða í byrjunarliðinu og á bekknum.

Þrír íslenskir leikmenn koma til greina, en það eru hægri hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson, leikmaður Bergischer, Alexander Petersson, hægri skytta Rhein-Neckar Löwen, og Aron Pálmarsson, leikstjórnandi Þýskalandsmeistara Kiel.

Fimm þjálfarar eru tilnefndir og þar er Alfreð Gíslason að sjálfsögðu í hópnum ásamt Nicolaj Jacobsen, Ljubomir Vranjes, Serbastian Hinze og Markus Gaugisch.

Kosningin hefst í dag og stendur til 1. desember, en hægt er að kjósa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×