Handbolti

Rut með sigur en Birna spilaði ekki

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rut stóð sig vel í dag.
Rut stóð sig vel í dag.
Savehöf missti niður unninn leik gegn Viborg á heimavelli í Meistaradeild handbolta í dag. Birna Berg Haraldsdóttir lék ekki með vegna meiðsla.

Savehöf leiddi með einu marki fyrir lokasóknina, en Luis Katharina Burgaard jafnaði í þann mund sem leiktíminn rann út. Lokatölur 25-25.

Birna Berg Haraldsdóttir lék ekki með Savehöf vegna meiðsla, en vonandi verður hún klár í slaginn þegar íslenska landsliðið mætir Ítalíu og Makedóníu í fyrsta hluta undankeppni HM 2015.

Guðjón L. Sigurðsson var eftirlitsmaður á leiknum.

Rut Jónsdóttir og félagar í Randers unnu góðan sigur á HC Óðinsvé, 30-26, eftir að hafa leitt í hálfleik 15-14.

Randers var komið með sex marka forystu í síðari hálfleik, en gestirnir náðu að minnka muninn í fjögur mörk þegar fjórar sekúndur voru eftir.

Þetta var fyrri leikur liðanna í Evrópukeppni bikarhafa, en síðari leikur liðanna fer fram í Danmörku næsta laugardag.

Kristján Halldórsson var eftirlitsmaður leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×