Handbolti

Torsóttur sigur Löwen

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lexi skoraði þrjú.
Lexi skoraði þrjú. Vísir/Getty
Rhein-Neckar Löven lenti í vandræðum með Melsungen á útivelli, en vann að lokum þriggja marka sigur. Þrjú íslensk mörk litu dagsins ljós.

Heimamenn í Melsungen voru skarpari í fyrri hálfleik og leiddu meðal annars 18-14 í hálfleik.

Gestirnir gengu svo á lagið í síðari hálfleik og jöfnuðu metin þegar tuttugu mínútur voru eftir. Lokatölur urðu svo þriggja marka sigur Löven, 28-31.

Alexander Petersson skoraði þrjú mörk fyrir Löven, en Uwe Gensheimer og Kim Ekdahl du Rietz voru markahæstir með sjö. Stefán Rafn Sigurmannsson komst ekki á blað.

Michael Allendorf var frábær í liði Melsungen, en hann skoraði níu mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×