Ástralski kylfingurinn Wade Ormsby leiðir fyrir lokahringinn á Turkish Airlines Open sem fram fer í Antalya í Tyrklandi en eftir fyrstu þrjá hringina er hann á 12 höggum undir pari.
Ian Poulter leiddi fyrir þriðja hring en hann lék alls ekki vel á Montgomerie Maxx Royal vellinum í dag og kom inn á 74 höggum eða þremur yfir pari. Hann er þó enn meðal efstu manna og deilir öðru sætinu með Lee Westwood og Marcel Siem á 11 höggum undir pari.
Miguel Angel Jimenez sem leiddi eftir fyrsta hring situr einn í sjöunda sæti á níu höggum undir pari en hann þarf að eiga frábæran lokahring ef hann ætlar að bæta met sitt enn frekar sem elsti kylfingur sem sigrað hefur í móti á Evrópumótaröðinni.
Þá vekur athygli að John Daly er í toppbaráttunni en Daly fékk boð frá styrktaraðilum mótsins um að taka þátt um helgina. Hann er á átta höggum undir pari en þessi litríki kylfingur hefur átt misjöfnu gengi að fagna að undanförnu og gaman er að sjá hann ofarlega á skortöflunni á ný.
Lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni í fyrramálið frá 08:30.
Mikil spenna fyrir lokahringinn í Tyrklandi

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn
