Handbolti

Suarez-mál í handboltanum

Kopljar í leik með PSG.
Kopljar í leik með PSG. vísir/afp
Luis Suarez er ekki eini íþróttamaðurinn sem stendur í því að bíta andstæðinga sína.

Króatíski landsliðsmaðurinn í handbolta, Marko Kopljar, er nefnilega kominn í tveggja mánaða bann fyrir bíta andstæðing.

Kopljar, sem leikur með Róberti Gunnarssyni hjá PSG, beit Benjamin Gille í leik Chambery og PSG í franska handboltanum fyrir um mánuði síðan.

Hann verður aftur á móti á skilorði í hálft ár en fær ekki að spila næstu tvo mánuðina í frönsku deildinni.

Bannið nær þó ekki í Evrópukeppnina og hann má því spila með PSG í Meistaradeildinni.

Hægt er að sjá atvik af myndbandinu á Youtube ef fólk hefur áhuga á því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×