Handbolti

Alexander markahæstur í Meistaradeildarsigri

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alexander Petersson fór á kostum í kvöld.
Alexander Petersson fór á kostum í kvöld. vísir/getty
Þýska liðið Rhein-Neckar Löwen vann fjögurra marka sigur á slóvenska stórveldinu Celje Pivovarna Lasko, 31-27, á heimavelli í C-riðli Meistaradeildarinnar í handbolta í kvöld.

Ljónin komust snemma yfir, 5-1, en Celje lagði ekki árar í bát og var yfir í hálfleik, 15-13.

Seinni hálfleikurinn var aftur á móti eign Löwen með Alexander Petersson í miklu stuði, en íslenski landsliðsmaðurinn var markahæstur á vellinum með sjö mörk.

Stefán Rafn Sigurmannsson skilaði einnig góðu starfi en hann skoraði tvö mörk fyrir heimamenn sem eru nú búnir að vinna tvo leiki í röð eftir að tapa tveimur í röð á undan því í Meistaradeildinni.

Rhein-Neckar Löwen er með sex stig eftir fimm umferðir í C-riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×