Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 23-18 | Tveir sigrar í röð undir stjórn Atla Ólafur Haukur Tómasson á Akureyri skrifar 13. nóvember 2014 11:44 vísir/stefán Akureyri vann þægilegan fimm marka sigur á HK í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld, 23-18. Heimamenn náðu strax miklum tökum á leiknum og voru alltaf með nokkura marka forskot á gestina. Staðan var 6-4 Akureyringum I vil þegar að þeir sigldu hægt og örugglega fram úr HK-ingum og var staðan 13-5 í hálfleik. HK-ingar, sem skoruðu ekki mark frá 18.mínútu leiksins rufu loks múrinn á 33.mínútu. Þá áttu gestirnir fínan kafla og skoruðu jafn mörg mörk á fyrstu fimmtán mínútum seinni hálfleiks og þeir gerðu í allan fyrri hálfleik. Akureyringar gáfu ögn eftir þegar leið á leikinn og HK-ingar náðu að vinna aðeins á forskot heimamanna. Þeir komust þó aldrei nálægt Akureyringum sem spiluðu frábæran varnarleik og Tomas Olason í marki Akureyrar fór hamförum og varði 23 skot og þar af tvö vítaskot. Brynjar Hólm Grétarsson og Kristján Orri Jóhannsson voru atkvæðamestir í liði Akureyringa með fimm mörk hvor en Þorgrímur Smári Ólafsson var markahæstur hjá HK með sjö mörk. Leikurinn endaði með þægilegum og sannfærandi fimm marka sigri Akureyringa sem líta mjög vel út undir stjórn Atla Hilmarssonar.Bjarki Sigurðsson: Við þurfum að fara í naflaskoðun! „Við vorum skelfilegir í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var eins og ég var að vonast eftir. Við þurfum að fara í naflaskoðun með markaskorunina, við skoruðum bara fimm mörk í fyrri hálfleik og það var fínt að halda þeim bara í þrettán mörkum í fyrri hálfleik en að skora bara fimm er ekki boðlegt. Við vorum að taka erfið skot í fyrri hálfleik. Akureyringarnir voru kannski að gera það og þar af leiðandi fer markvörðurinn þeirra að verja einhver skot. Hann hlýtur að hafa verið með um tuttugu bolta varða. Ég vil meina að við getum spilað mikið betur og það sýndum við í seinni hálfleik. Við unnum seinni hálfleikinn að ég held með einu marki eða héldum jöfnu,” sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari HK eftir leikinn.Tomas Olason: Þetta skrifast á vörnina „Þetta er ekki skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað en samheldnin í liðinu og í stúkunni var frábær,” sagði Tomas Olason, markvörður Akureyringa. Tomas varði yfir tuttugu bolta í kvöld og var frábær í marki Akureyringa.Hann er hógvær og vill að vörnin fái hrósið fyrir frammistöðu hans í dag. „Þetta var bara frábær vörn. Það er ekki hægt að vera svona góður nema að hafa góða vörn , ég átti nokkur skipti en þetta skrifast á vörnina,” Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, virðist vera á leið til Akureyrar eftir áramót og tekur Tomas samkeppninni fagnandi en sendir skilaboð til Hreiðars að hann þurfi að standa sig til að fá markvarðarstöðuna af sér. „Hann verður bara að sýna sitt eins og ég geri. Ef hann kemur inn og gerir það þá er það bara frábært og verður að hafa það en þangað til þá verður hann bara að sýna sig,” sagði Tomas.Sverre Jakobsson: Allt skref í rétta átt „Við fáum tvö mikilvæg stig eins og heyrðist í lok leiksins. Aftur sigur á heimavelli og þetta er allt skref í rétta átt,” sagði Sverre Jakobsson, leikmaður Akureyrar eftir leikinn. „Við leggjum grunninn í fyrri hálfleik með því að vera 13-5 yfir en urðum smá værukærir þegar leið á leikinn. Þeir eru nokkrir hjá okkur sem hafa kannski þurft smá tíma til að koma sér inn og var bara spurning hvenær þeir færu að skila meira af sér fyrir liðið. Við sjáum til dæmis Brynjar Hólm, það er mjög jákvætt að sjá hvernig hann kemur inn í liðið. Sýnir sín gæði og er graður á bolta, það er ákveðið verkefni í kringum hann og jákvætt að sjá hann standa sig. Allir komu inn, héldu sínum gæðum og stóðu sig vel en við getum gert mikið betur,” sagði Sverre sem var ánægður með frammistöðu sinna manna en taldi þá hafa getað gert meira. „Við hefðum getað sett fleiri í viðbót. Við fengum færin en vorum að skjóta í óðagoti, klúðra svolítið og héldum ekki rónni. Við vildum hafa klárað þetta með stærri sigri miðað við hvernig leikurinn spilaðist en við höfum verið að lenda í erfiðri viku hvað meiðsli varðar svo það var mikil rótering á okkur,” bætti Sverre við. Olís-deild karla Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Akureyri vann þægilegan fimm marka sigur á HK í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld, 23-18. Heimamenn náðu strax miklum tökum á leiknum og voru alltaf með nokkura marka forskot á gestina. Staðan var 6-4 Akureyringum I vil þegar að þeir sigldu hægt og örugglega fram úr HK-ingum og var staðan 13-5 í hálfleik. HK-ingar, sem skoruðu ekki mark frá 18.mínútu leiksins rufu loks múrinn á 33.mínútu. Þá áttu gestirnir fínan kafla og skoruðu jafn mörg mörk á fyrstu fimmtán mínútum seinni hálfleiks og þeir gerðu í allan fyrri hálfleik. Akureyringar gáfu ögn eftir þegar leið á leikinn og HK-ingar náðu að vinna aðeins á forskot heimamanna. Þeir komust þó aldrei nálægt Akureyringum sem spiluðu frábæran varnarleik og Tomas Olason í marki Akureyrar fór hamförum og varði 23 skot og þar af tvö vítaskot. Brynjar Hólm Grétarsson og Kristján Orri Jóhannsson voru atkvæðamestir í liði Akureyringa með fimm mörk hvor en Þorgrímur Smári Ólafsson var markahæstur hjá HK með sjö mörk. Leikurinn endaði með þægilegum og sannfærandi fimm marka sigri Akureyringa sem líta mjög vel út undir stjórn Atla Hilmarssonar.Bjarki Sigurðsson: Við þurfum að fara í naflaskoðun! „Við vorum skelfilegir í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var eins og ég var að vonast eftir. Við þurfum að fara í naflaskoðun með markaskorunina, við skoruðum bara fimm mörk í fyrri hálfleik og það var fínt að halda þeim bara í þrettán mörkum í fyrri hálfleik en að skora bara fimm er ekki boðlegt. Við vorum að taka erfið skot í fyrri hálfleik. Akureyringarnir voru kannski að gera það og þar af leiðandi fer markvörðurinn þeirra að verja einhver skot. Hann hlýtur að hafa verið með um tuttugu bolta varða. Ég vil meina að við getum spilað mikið betur og það sýndum við í seinni hálfleik. Við unnum seinni hálfleikinn að ég held með einu marki eða héldum jöfnu,” sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari HK eftir leikinn.Tomas Olason: Þetta skrifast á vörnina „Þetta er ekki skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað en samheldnin í liðinu og í stúkunni var frábær,” sagði Tomas Olason, markvörður Akureyringa. Tomas varði yfir tuttugu bolta í kvöld og var frábær í marki Akureyringa.Hann er hógvær og vill að vörnin fái hrósið fyrir frammistöðu hans í dag. „Þetta var bara frábær vörn. Það er ekki hægt að vera svona góður nema að hafa góða vörn , ég átti nokkur skipti en þetta skrifast á vörnina,” Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, virðist vera á leið til Akureyrar eftir áramót og tekur Tomas samkeppninni fagnandi en sendir skilaboð til Hreiðars að hann þurfi að standa sig til að fá markvarðarstöðuna af sér. „Hann verður bara að sýna sitt eins og ég geri. Ef hann kemur inn og gerir það þá er það bara frábært og verður að hafa það en þangað til þá verður hann bara að sýna sig,” sagði Tomas.Sverre Jakobsson: Allt skref í rétta átt „Við fáum tvö mikilvæg stig eins og heyrðist í lok leiksins. Aftur sigur á heimavelli og þetta er allt skref í rétta átt,” sagði Sverre Jakobsson, leikmaður Akureyrar eftir leikinn. „Við leggjum grunninn í fyrri hálfleik með því að vera 13-5 yfir en urðum smá værukærir þegar leið á leikinn. Þeir eru nokkrir hjá okkur sem hafa kannski þurft smá tíma til að koma sér inn og var bara spurning hvenær þeir færu að skila meira af sér fyrir liðið. Við sjáum til dæmis Brynjar Hólm, það er mjög jákvætt að sjá hvernig hann kemur inn í liðið. Sýnir sín gæði og er graður á bolta, það er ákveðið verkefni í kringum hann og jákvætt að sjá hann standa sig. Allir komu inn, héldu sínum gæðum og stóðu sig vel en við getum gert mikið betur,” sagði Sverre sem var ánægður með frammistöðu sinna manna en taldi þá hafa getað gert meira. „Við hefðum getað sett fleiri í viðbót. Við fengum færin en vorum að skjóta í óðagoti, klúðra svolítið og héldum ekki rónni. Við vildum hafa klárað þetta með stærri sigri miðað við hvernig leikurinn spilaðist en við höfum verið að lenda í erfiðri viku hvað meiðsli varðar svo það var mikil rótering á okkur,” bætti Sverre við.
Olís-deild karla Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira