Fótbolti

Moyes var ráðinn þjálfari Alfreðs í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Moyes er ánægður með nýja starfið.
David Moyes er ánægður með nýja starfið. Vísir/Getty
David Moyes, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, var í kvöld ráðinn nýr þjálfari Alfreðs Finnbogasonar og félaga í spænska úrvalsdeildarliðinu Real Sociedad. Þetta kemur fram í miðlum á Spáni og á Englandi.

David Moyes skrifaði undir samning til ársins 2016 en hann hittir Alfreð ekki strax því okkar maður er upptekinn með íslenska landsliðinu næstu vikuna.

Moyes hefur verið að íhuga tilboð Real Sociedad í nokkurn tíma samkvæmt frétt Sky Sports í kvöld. Pepe Mel var einnig orðaður við stöðuna en Moyes ákvað að semja þegar forráðamenn Real Sociedad voru farnir að hallast að því að ráða Mel.

Real Sociedad hefur unnið bæði Madridar-liðin, þar á meðal Spánarmeistara Atletico Madrid um síðustu helgi, en aðeins náð í samtals þrjú stig út úr hinum níu leikjum sínum á tímabilinu.

Þetta er fyrsta starf David Moyes síðan að hann var rekinn frá Manchester United en þar á undan gerði hann flotta hluti með Everton-liðið í ellefu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×