Gylfi í Messunni: Gerbreyttist ekki við komuna til Swansea Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. nóvember 2014 19:07 Velska liðið Swansea hefur aldrei byrjað betur í ensku úrvalsdeildinni en nú. Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson á stóran þátt í því en hann skoraði annað marka sinna manna í 2-1 sigrinum á Arsenal í gær - stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. Gylfi skoraði einnig sigurmark Swansea gegn Manchester United í fyrstu umferð tímabilsins en hefur þar að auki lagt upp fjölda marka fyrir liðsfélaga sinna. Guðmundur Benediktsson og félagar í Messunni ræddu frábæra frammistöðu Gylfa í Messunni í kvöld og sýndu einnig viðtal sem Eiríkur Stefán Ásgeirsson tók við Gylfa út í Belgíu í dag. „Það er auðvitað mjög skemmtilegt þegar mörkin koma gegn stóru liðunum. Það kryddar þetta svolítið,“ segir Gylfi við Eirík Stefáns en Gylfi er hæstánægður með gengi sitt og liðsins til þessa á tímabilinu. „Auðvitað er langt eftir en ég býst við að ég bæti mig enn meira, bæði með Swansea og landsliðinu,“ segir miðjumaðurinn öflugi. Swansea var í vandræðum vegna meiðsla og leikbanna fyrir leikinn gegn Arsenal í gær en náði engu að síður að vinna eftir að hafa lent marki undir. Gylfi segir leikmenn sem hafi að miklu leyti staðið fyrir utan leikmannahóp Swansea hafi komið sterkir inn. „Þetta er það langt tímabil og það verða alltaf einhverjir sem þurfa að koma inn á vegna meiðsla og annars slíks. Þeir þurfa að vera tilbúnir.“ Gylfi neitar því ekki að þessi öfluga byrjun hafi komið sér á óvart. „Að vissu leyti en við höfum auðvitað trú á því sem við erum að gera. Næst er erfiður leikur gegn Manchester City en eftir hann eru nokkrir leikir sem við eigum möguleika á vinna og vonandi tekst okkur þá að styrkja stöðu okkar í deildinni enn frekar.“ Gylfi hrósar knattspyrnustjóranum Garry Monk sem bar ábyrgð á því að Gylfi var keyptur frá Tottenham í sumar. Monk var áður samherji Gylfa er þeir léku saman hjá Swansea á sínum tíma. „Það var svolítið skrýtið til að byrja með en eftir nokkrar vikur var maður farinn að venjast honum og hans þjálfunarstíl. En mér finnst hann frábær, sérstaklega miðað við að þetta er hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. Hann er afar vel skipulagður og leggur mikið í æfingarnar. Vonandi verður áfram hjá Swansea í mörg ár.“ Gylfi hefur blómstrað í sinni uppáhaldsstöðu hjá Swansea eftir að hafa verið að stórum hluta geymdur úti á kanti síðustu tvö árin hjá Tottenham. Gylfi segir þó að hann hafi vitanlega ekki gerbreyst sem leikmaður við það eitt að skipta um félag. „Mér fannst mjög gaman að vera í Tottenham og taka þátt í stórum leikjum með félaginu. En ég held að allir viti að það fæst mest úr mér á miðjunni en ekki á vinstri kantinum. Ég held að það sé eini munurinn á mér.“ Gylfi segir að fyrir tímabilið hafi markmið Swansea verið að halda sæti sínu í deildinni. „En það má auðvitað setja sér ný markmið þegar vel gengur. Nú skiptir máli að ná góðu skriði í bikarkeppninni og enda meðal tíu efstu - eins ofarlega í töflunni og hægt er.“ Allt viðtalið við Gylfa og umfjöllun strákanna í Messunni má finna í myndbandinu hér fyrir neðan. Enski boltinn Video kassi sport íþróttir Tengdar fréttir Gylfi hefur búið til sjö af tíu mörkum Swansea í sigurleikjum tímabilsins Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu í endurkomusigri Swansea á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann hefur komið að 60 prósent marka Swansea-liðsins á leiktíðinni. 10. nóvember 2014 07:00 Gylfi: Sérstakt að skora í dag | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, skoraði stórglæsilegt jöfnunarmark beint úr aukaspyrnu gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hann var að vonum hæstánægður eftir leikinn. 9. nóvember 2014 18:39 Sjáið Gylfa skora stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu á móti Arsenal Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu í 2-1 sigri Swansea á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. 9. nóvember 2014 17:45 Gylfi valinn í lið umferðarinnar hjá BBC Gylfi Þór Sigurðsson var einn af aðalmönnunum á bak við sigur Swansea City á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag og skoraði meðal annars stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu í 2-1 sigri. 9. nóvember 2014 21:48 Magnað jöfnunarmark Gylfa gegn Arsenal | Myndbönd Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu þegar Swansea lagði Arsenal að velli í lokaleik 11. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Með sigrinum komst Swansea upp fyrir Arsenal í 5. sæti deildarinnar. 9. nóvember 2014 00:01 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Sjá meira
Velska liðið Swansea hefur aldrei byrjað betur í ensku úrvalsdeildinni en nú. Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson á stóran þátt í því en hann skoraði annað marka sinna manna í 2-1 sigrinum á Arsenal í gær - stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. Gylfi skoraði einnig sigurmark Swansea gegn Manchester United í fyrstu umferð tímabilsins en hefur þar að auki lagt upp fjölda marka fyrir liðsfélaga sinna. Guðmundur Benediktsson og félagar í Messunni ræddu frábæra frammistöðu Gylfa í Messunni í kvöld og sýndu einnig viðtal sem Eiríkur Stefán Ásgeirsson tók við Gylfa út í Belgíu í dag. „Það er auðvitað mjög skemmtilegt þegar mörkin koma gegn stóru liðunum. Það kryddar þetta svolítið,“ segir Gylfi við Eirík Stefáns en Gylfi er hæstánægður með gengi sitt og liðsins til þessa á tímabilinu. „Auðvitað er langt eftir en ég býst við að ég bæti mig enn meira, bæði með Swansea og landsliðinu,“ segir miðjumaðurinn öflugi. Swansea var í vandræðum vegna meiðsla og leikbanna fyrir leikinn gegn Arsenal í gær en náði engu að síður að vinna eftir að hafa lent marki undir. Gylfi segir leikmenn sem hafi að miklu leyti staðið fyrir utan leikmannahóp Swansea hafi komið sterkir inn. „Þetta er það langt tímabil og það verða alltaf einhverjir sem þurfa að koma inn á vegna meiðsla og annars slíks. Þeir þurfa að vera tilbúnir.“ Gylfi neitar því ekki að þessi öfluga byrjun hafi komið sér á óvart. „Að vissu leyti en við höfum auðvitað trú á því sem við erum að gera. Næst er erfiður leikur gegn Manchester City en eftir hann eru nokkrir leikir sem við eigum möguleika á vinna og vonandi tekst okkur þá að styrkja stöðu okkar í deildinni enn frekar.“ Gylfi hrósar knattspyrnustjóranum Garry Monk sem bar ábyrgð á því að Gylfi var keyptur frá Tottenham í sumar. Monk var áður samherji Gylfa er þeir léku saman hjá Swansea á sínum tíma. „Það var svolítið skrýtið til að byrja með en eftir nokkrar vikur var maður farinn að venjast honum og hans þjálfunarstíl. En mér finnst hann frábær, sérstaklega miðað við að þetta er hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. Hann er afar vel skipulagður og leggur mikið í æfingarnar. Vonandi verður áfram hjá Swansea í mörg ár.“ Gylfi hefur blómstrað í sinni uppáhaldsstöðu hjá Swansea eftir að hafa verið að stórum hluta geymdur úti á kanti síðustu tvö árin hjá Tottenham. Gylfi segir þó að hann hafi vitanlega ekki gerbreyst sem leikmaður við það eitt að skipta um félag. „Mér fannst mjög gaman að vera í Tottenham og taka þátt í stórum leikjum með félaginu. En ég held að allir viti að það fæst mest úr mér á miðjunni en ekki á vinstri kantinum. Ég held að það sé eini munurinn á mér.“ Gylfi segir að fyrir tímabilið hafi markmið Swansea verið að halda sæti sínu í deildinni. „En það má auðvitað setja sér ný markmið þegar vel gengur. Nú skiptir máli að ná góðu skriði í bikarkeppninni og enda meðal tíu efstu - eins ofarlega í töflunni og hægt er.“ Allt viðtalið við Gylfa og umfjöllun strákanna í Messunni má finna í myndbandinu hér fyrir neðan.
Enski boltinn Video kassi sport íþróttir Tengdar fréttir Gylfi hefur búið til sjö af tíu mörkum Swansea í sigurleikjum tímabilsins Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu í endurkomusigri Swansea á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann hefur komið að 60 prósent marka Swansea-liðsins á leiktíðinni. 10. nóvember 2014 07:00 Gylfi: Sérstakt að skora í dag | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, skoraði stórglæsilegt jöfnunarmark beint úr aukaspyrnu gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hann var að vonum hæstánægður eftir leikinn. 9. nóvember 2014 18:39 Sjáið Gylfa skora stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu á móti Arsenal Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu í 2-1 sigri Swansea á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. 9. nóvember 2014 17:45 Gylfi valinn í lið umferðarinnar hjá BBC Gylfi Þór Sigurðsson var einn af aðalmönnunum á bak við sigur Swansea City á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag og skoraði meðal annars stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu í 2-1 sigri. 9. nóvember 2014 21:48 Magnað jöfnunarmark Gylfa gegn Arsenal | Myndbönd Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu þegar Swansea lagði Arsenal að velli í lokaleik 11. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Með sigrinum komst Swansea upp fyrir Arsenal í 5. sæti deildarinnar. 9. nóvember 2014 00:01 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Sjá meira
Gylfi hefur búið til sjö af tíu mörkum Swansea í sigurleikjum tímabilsins Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu í endurkomusigri Swansea á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann hefur komið að 60 prósent marka Swansea-liðsins á leiktíðinni. 10. nóvember 2014 07:00
Gylfi: Sérstakt að skora í dag | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, skoraði stórglæsilegt jöfnunarmark beint úr aukaspyrnu gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hann var að vonum hæstánægður eftir leikinn. 9. nóvember 2014 18:39
Sjáið Gylfa skora stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu á móti Arsenal Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu í 2-1 sigri Swansea á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. 9. nóvember 2014 17:45
Gylfi valinn í lið umferðarinnar hjá BBC Gylfi Þór Sigurðsson var einn af aðalmönnunum á bak við sigur Swansea City á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag og skoraði meðal annars stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu í 2-1 sigri. 9. nóvember 2014 21:48
Magnað jöfnunarmark Gylfa gegn Arsenal | Myndbönd Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu þegar Swansea lagði Arsenal að velli í lokaleik 11. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Með sigrinum komst Swansea upp fyrir Arsenal í 5. sæti deildarinnar. 9. nóvember 2014 00:01