Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson náði þeim áfanga í dag að tryggja sér sæti á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina.
Birgir Leifur lék á tveim höggum undir pari í dag og getur ekki farið niður fyrir 17. sætið en sautján efstu eru öruggir um sæti á lokaúrtökumótinu.
Það mót fer fram síðar í þessum mánuði og eru 25 farseðlar á Evrópumótaröðina í boði.
Ólafur Björn Loftsson og Þórður Rafn Gissurarson tóku einnig þátt á mótinu en eru úr leik.
Birgir Leifur einu skrefi frá Evrópumótaröðinni
