Ari Freyr Skúlason og félagar hans í OB lögðu Silkeborg að velli með einu marki gegn engu í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Martin Spelmann skoraði sigurmarkið á 37. mínútu.
Þetta var annar sigur OB í röð, en síðasta sunnudag vann liðið lærisveina Ólafs Kristjánssonar í Nordsjælland, einnig 1-0.
OB er nú með 18 stig og eru fjórum stigum frá fallsæti. Vestsjælland er með 14. stig í 11. sæti, en liðið á leik inni. Silkeborg er fast á botninum með aðeins fjögur stig.
Annar sigur OB í röð
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn



FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn


Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn


