Hulkenberg ekur fyrir Porsche í Le Mans Finnur Thorlacius skrifar 28. nóvember 2014 15:50 Hulkenberg í Porsche 911 Targa. Það verður að minnsta kosti einn Formúlu 1 ökumaður sem ekur í þolaksturskeppninni í Le Mans í Frakklandi á næsta ári. Það verður Nico Hulkenberg, sem einnig ekur fyrir Formúlu 1 liðið Force India. Hulkenberg mun aka einum þriggja Porsche 919 GT3 R Hybrid bílanna í keppninni. Hulkenberg er fyrsti Formúlu 1 ökumaðurinn sem einnig ekur í Le Mans síðan Sebastian Burdais gerði það árið 2009. Hulkenberg hefur lengi verið mikill aðdáandi Porsche bíla og þakkar bæði Porsche og Formúlu 1 liði fyrir þetta einstaka tækifæri að leyfa sér að keppa í hinni spennandi Le Mans keppni á miðju Formúlu 1 keppnistímabili. Porsche hefur enn ekki látið uppi hvaða tveir aðrir ökumenn munu aka bílnum með Hulkenberg, en ávallt skiptast 3 ökumenn á í þessum 24 klukkutíma þolakstri, sem reynir mjög mikið á alla ökumennina. Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent
Það verður að minnsta kosti einn Formúlu 1 ökumaður sem ekur í þolaksturskeppninni í Le Mans í Frakklandi á næsta ári. Það verður Nico Hulkenberg, sem einnig ekur fyrir Formúlu 1 liðið Force India. Hulkenberg mun aka einum þriggja Porsche 919 GT3 R Hybrid bílanna í keppninni. Hulkenberg er fyrsti Formúlu 1 ökumaðurinn sem einnig ekur í Le Mans síðan Sebastian Burdais gerði það árið 2009. Hulkenberg hefur lengi verið mikill aðdáandi Porsche bíla og þakkar bæði Porsche og Formúlu 1 liði fyrir þetta einstaka tækifæri að leyfa sér að keppa í hinni spennandi Le Mans keppni á miðju Formúlu 1 keppnistímabili. Porsche hefur enn ekki látið uppi hvaða tveir aðrir ökumenn munu aka bílnum með Hulkenberg, en ávallt skiptast 3 ökumenn á í þessum 24 klukkutíma þolakstri, sem reynir mjög mikið á alla ökumennina.
Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent