Fótbolti

Góða nótt, Brann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Forsíður staðarblaðanna í Bergen.
Forsíður staðarblaðanna í Bergen.
Birkir Már Sævarsson og félagar í Brann féllu í gær úr norsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir tap á móti Mjöndalen í tveimur umspilsleikjum. Litla liðið frá Mjöndalen spilar því í úrvalsdeildinni næsta sumar.

Staðarblöðin í Bergen eru dramatísk í umfjöllun sinni í morgun og bæði helga þau allir forsíðu sinni undir tíðindi gærkvöldsins.

Bergens Tidende er með svarta forsíð þar sem aðeins kemur fram hvaða ár Brann-liðið hefur fallið úr deildinni en það er 1964, 1979, 1981, 1983, 1985 og nú 2014.

Bergenavisen er aftur á móti með stóra mynd af Brann Stadion og fyrirsögnina "Góða nótt, Brann"

Birkir Már er á förum frá Brann en hann var mikið út í kuldanum á þessu erfiða tímabili fyrir knattspyrnuáhugamenn í Bergen.

Brann er eitt af stóru félögunum í norskri knattspyrnu og varð síðast Noregsmeistari árið 2007. Liðið varð einnig norskur meistari 1962 og 1963 auk þess að vinna norska bikarinn sex sinnum síðast 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×