Heimsmet í klaufaskap Finnur Thorlacius skrifar 25. nóvember 2014 09:27 Vart hafa sést verri aðfarir við að leggja bíl en hér. Alla jafna er auðvelt að leggja svo litlum bíl sem Fiat 500 er, en þröngar götur í þessari ítölsku borg eru þessum ökumanni ofviða. Í næstum 5 mínútur reynir hann að snúa bíl sínum á götunni, en ómögulegt er að finna út til hvers. Það alskemmtilegasta er að á meðan þessu stendur þyrpist að mikið af fólki, á bílum, mótorhjólum og gangandi og úr verður ótrúleg súpa af reiðu fólki. Það kemst ekki leiðar sinnar þar sem ökumaðurinn snarstíflar götuna í fíflagangi sínum. Eftir því sem ökumaðurinn snýr bíl sínum meira verður hann verr settur á götunni og er það ekki til að skemmta því fólki sem að drífur. Á endanum eru saman komin á annað hundrað manns í teppunni, meðal annars gangandi líkfylgd. Er þetta á að horfa líkt og í kvikmynd eftir Fellini. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent
Vart hafa sést verri aðfarir við að leggja bíl en hér. Alla jafna er auðvelt að leggja svo litlum bíl sem Fiat 500 er, en þröngar götur í þessari ítölsku borg eru þessum ökumanni ofviða. Í næstum 5 mínútur reynir hann að snúa bíl sínum á götunni, en ómögulegt er að finna út til hvers. Það alskemmtilegasta er að á meðan þessu stendur þyrpist að mikið af fólki, á bílum, mótorhjólum og gangandi og úr verður ótrúleg súpa af reiðu fólki. Það kemst ekki leiðar sinnar þar sem ökumaðurinn snarstíflar götuna í fíflagangi sínum. Eftir því sem ökumaðurinn snýr bíl sínum meira verður hann verr settur á götunni og er það ekki til að skemmta því fólki sem að drífur. Á endanum eru saman komin á annað hundrað manns í teppunni, meðal annars gangandi líkfylgd. Er þetta á að horfa líkt og í kvikmynd eftir Fellini.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent