Marco Reus leikmaður Borussia Dortmund leikur ekki meira með liðinu á þessu ári en hann meiddist á ökkla í leik gegn Paderborn í gær.
Reus sleit liðband í hægri ökkla og leikur því ekki með Dortmund á ný fyrr en á næsta ári eins og segir í tilkynningu frá þýska liðinu.
Reus hefur átt við nokkur meiðsli að stríða en hann hefur verið orðaður við nokkur af stærri liðum Evrópu á árinu.
Reiknað er með að hinn 25 ára gamli Reus byrji að æfa á ný snemma á árinu 2015.
