Handbolti

Vignir skoraði fjögur í naumu tapi

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Vignir í þann mund að skora fyrir Ísland
Vignir í þann mund að skora fyrir Ísland vísir/ole nielsen
Íslenski landsliðsmaðurinn í handbolta Vignir Svavarsson skoraði fjögur mörk fyrir danska úrvalsdeildarliðið Midtjylland sem tapaði naumlega 25-23 fyrir Bjerringbro-Silkeborg í dag.

Midtjylland byrjaði leikinn betur en en Bjerringbro-Silkeborg jafnaði metin fyrir hálfleik 10-10.

Jafnræði var með liðunum allan seinni hálfleikinn en þegar langt var liðið á hálfleikinn náðu heimamenn í Bjerringbro-Silkeborg frumkvæðinu sem dugði liðinu til að tryggja sér nauman sigur.

Midtjylland náði að minnka muninn í eitt mark rúmri mínútu fyrir leikslok en heimamenn skoruðu síðasta markið í leiknum og tryggðu sér sigurinn.

Unglingalandsliðsmaðurinn Sigvaldi Guðjónsson skoraði eitt mark fyrir Bjerringbro-Silkeborg.

Með sigrinum fer Bjerringbro-Silkeborg í 17 stig og annað sæti deildarinnar. Midtjylland er með 14 stig um miðja deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×