Svona á að leggja bíl Finnur Thorlacius skrifar 21. nóvember 2014 09:44 Fólk er mislagið við að leggja bíl en þessi kann það og með þónokkrum tilþrifum. Han Yeu á nú heimsmetið í að leggja bíl með sem minnst pláss til þess arna. Hann hafði einungis 8 sentimetra aukreitis milli þeirra tveggja bíla sem hann lagði á milli. Það er náttúrulega ógerningur nema með því að drifta milli þeirra og er hann stöðvaðist var hann algerlega í beinni línu við hina tvo. Þetta gerði hann á Mini Cooper bíl á íþróttavelli í driftkeppni í kínversku borginni Chongqing í síðustu viku. Han Yeu átti reyndar þetta heimsmet áður frá árinu 2012, en það hafði veið hrifsað af honum af Bretanum Alistair Moffatt með því að leggja bíl með 8,6 cm bili milli bíla. Þá er spurningin hvort einhver leggur í að bæta met hans. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent
Fólk er mislagið við að leggja bíl en þessi kann það og með þónokkrum tilþrifum. Han Yeu á nú heimsmetið í að leggja bíl með sem minnst pláss til þess arna. Hann hafði einungis 8 sentimetra aukreitis milli þeirra tveggja bíla sem hann lagði á milli. Það er náttúrulega ógerningur nema með því að drifta milli þeirra og er hann stöðvaðist var hann algerlega í beinni línu við hina tvo. Þetta gerði hann á Mini Cooper bíl á íþróttavelli í driftkeppni í kínversku borginni Chongqing í síðustu viku. Han Yeu átti reyndar þetta heimsmet áður frá árinu 2012, en það hafði veið hrifsað af honum af Bretanum Alistair Moffatt með því að leggja bíl með 8,6 cm bili milli bíla. Þá er spurningin hvort einhver leggur í að bæta met hans.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent