Rory McIlroy í forystu í Dubai eftir fyrsta hring 20. nóvember 2014 16:25 McIlroy var ekki lengi að stimpla sig inn að nýju. NP/Getty Tveir góðir vinir leiða á DP World Tour Championship sem fram fer í Dubai en það er Írinn Shane Lowry og sjálfur Rory McIlroy. Þeir félagar léku fyrsta hring á hinum glæsilega Jumeirah velli á 66 höggum eða sex undir pari og deila forystusætinu. Í öðru sæti á fimm höggum undir pari koma þeir Richie Ramsey og Thornborn Olesen en sigurvegarinn frá því í fyrra, Henrik Stenson kemur á eftir þeim á fjórum höggum undir pari eftir hring upp á 68 högg. DP World Tour Championship er síðasta mót Evrópumótaraðarinnar í ár en aðeins 60 bestu kylfingar hennar fá þátttökurétt. Þá vekur athygli að Bandaríkjamaðurinn, Brooks Koepka, sem sigraði glæsilega á Turkish Airlines Open sem fram fór í síðustu viku, er í síðasta sæti eftir fyrsta hring en hann kom inn á 78 höggum í dag eða sex yfir pari. Það er greinilega skammt stórra högga á milli í golfheiminum en kannski hefur Koepka farið of geyst í fagnaðarlætin eftir sigurinn um síðustu helgi. Sýnt verður beint frá mótinu alla helgina en útsending frá öðrum hring hefst klukkan 08:00 í fyrramálið. Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tveir góðir vinir leiða á DP World Tour Championship sem fram fer í Dubai en það er Írinn Shane Lowry og sjálfur Rory McIlroy. Þeir félagar léku fyrsta hring á hinum glæsilega Jumeirah velli á 66 höggum eða sex undir pari og deila forystusætinu. Í öðru sæti á fimm höggum undir pari koma þeir Richie Ramsey og Thornborn Olesen en sigurvegarinn frá því í fyrra, Henrik Stenson kemur á eftir þeim á fjórum höggum undir pari eftir hring upp á 68 högg. DP World Tour Championship er síðasta mót Evrópumótaraðarinnar í ár en aðeins 60 bestu kylfingar hennar fá þátttökurétt. Þá vekur athygli að Bandaríkjamaðurinn, Brooks Koepka, sem sigraði glæsilega á Turkish Airlines Open sem fram fór í síðustu viku, er í síðasta sæti eftir fyrsta hring en hann kom inn á 78 höggum í dag eða sex yfir pari. Það er greinilega skammt stórra högga á milli í golfheiminum en kannski hefur Koepka farið of geyst í fagnaðarlætin eftir sigurinn um síðustu helgi. Sýnt verður beint frá mótinu alla helgina en útsending frá öðrum hring hefst klukkan 08:00 í fyrramálið.
Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira