Barbie-dúkka með „eðlilegar línur“ og appelsínuhúð Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. nóvember 2014 10:52 Lammily-dúkkan á að vera eðlileg að sögn hönnuðarins. Myndir/Lammily Nú er dúkka komin á markað sem á að sýna hvernig konur eru í raun og veru. Hönnuðurinn Nickolay Lamm hefur nú fengið hinar svokölluðu Lammily-dúkkur afhentar úr verksmiðjunni og selur þær í gegnum vefsíðu sína. Markmið Lamm með dúkkunum er að sýna hvernig konur líta út í raun og veru. „Ég vil sýna börnum að raunveruleikinn getur verið „kúl“,“ segir hann í viðtali við Time. Lammily-dúkkurnar eiga að sýna hvernig Barbie myndi líta út ef hún væri með „eðlilegar línur“. Lamm byggði líkamsbyggingu Lammily-dúkkunnar á tölfræði frá landlæknisembætti Bandaríkjanna. Hann vill sýna hvernig meðalkonan lítur út. Hægt er að kaupa sérstaka límmiða með dúkkunni og gefa dúkkunni þannig freknur, bólur og appelsínuhúð. Einnig er hægt að líma húðflúr og slit á dúkkuna. „25 til 30 prósent fólks mun örugglega segja að þessir límmaðar séu rugl, en ég trúi því að meirihluti fólks telji þá vera góða hugmynd,“ segir hönnuðurinn.Lamm safnaði fyrir framleiðslu dúkkunnar í gegnum hópfjármögnun á netinu. Hann setti sér það markmið að ná 11 milljónum króna. En hugmynd hans sló rækilega í gegnu og náði hann að safna rúmlega 60 milljónum. Hægt er að panta dúkkuna á vefsíðunni Lammily.com.Hér er Lammily dúkkan í gallaskyrtu. Ósköp venjuleg.Lammily með tattú.Hægt er að fá límmiða með appelsínuhúð. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Nú er dúkka komin á markað sem á að sýna hvernig konur eru í raun og veru. Hönnuðurinn Nickolay Lamm hefur nú fengið hinar svokölluðu Lammily-dúkkur afhentar úr verksmiðjunni og selur þær í gegnum vefsíðu sína. Markmið Lamm með dúkkunum er að sýna hvernig konur líta út í raun og veru. „Ég vil sýna börnum að raunveruleikinn getur verið „kúl“,“ segir hann í viðtali við Time. Lammily-dúkkurnar eiga að sýna hvernig Barbie myndi líta út ef hún væri með „eðlilegar línur“. Lamm byggði líkamsbyggingu Lammily-dúkkunnar á tölfræði frá landlæknisembætti Bandaríkjanna. Hann vill sýna hvernig meðalkonan lítur út. Hægt er að kaupa sérstaka límmiða með dúkkunni og gefa dúkkunni þannig freknur, bólur og appelsínuhúð. Einnig er hægt að líma húðflúr og slit á dúkkuna. „25 til 30 prósent fólks mun örugglega segja að þessir límmaðar séu rugl, en ég trúi því að meirihluti fólks telji þá vera góða hugmynd,“ segir hönnuðurinn.Lamm safnaði fyrir framleiðslu dúkkunnar í gegnum hópfjármögnun á netinu. Hann setti sér það markmið að ná 11 milljónum króna. En hugmynd hans sló rækilega í gegnu og náði hann að safna rúmlega 60 milljónum. Hægt er að panta dúkkuna á vefsíðunni Lammily.com.Hér er Lammily dúkkan í gallaskyrtu. Ósköp venjuleg.Lammily með tattú.Hægt er að fá límmiða með appelsínuhúð.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira