Fótbolti

Taphrina lærisveina Ólafs loks á enda

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ólafur Kristjánsson sá sína menn loks vinna fótboltaleik á ný.
Ólafur Kristjánsson sá sína menn loks vinna fótboltaleik á ný. vísir/stefán
Eftir að innbyrða aðeins tvö stig í síðustu sex umferðum dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta unnu lærisveinar Ólafs Kristjánssonar í Nordsjælland loks aftur leik í dag.

Þeir höfðu betur gegn Hólmberti Aroni Friðjónssyni og félögum í Bröndby á heimavelli, 2-0, en Hólmbert Aron var í byrjunarliði gestanna.

Joshua John kom Nordsjælland í 1-0 á 15. mínútu og Bröndby missti svo mann af velli fjórum mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Dario Dumic fékk að líta rauða spjaldið.

Kasper Lorentzen jók forskotið fyrir heimamenn, 2-0, eftir sex mínútna leik í seinni hálfleik og þar við sat. Léttir fyrir Ólaf Kristjánsson og hans menn.

Nordsjælland er í fimmta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar eftir sigurinn í dag með 24 stig, en Hólmbr og félagar í Bröndby eru sæti ofar með sama stigafjölda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×