Handbolti

Ljónin töpuðu óvænt gegn nýliðunum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stefán Rafn skoraði þrjú mörk í kvöld.
Stefán Rafn skoraði þrjú mörk í kvöld. vísir/getty
Rhein-Neckar Löwen varð af tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttu þýsku 1. deildarinnar í handbolta í kvöld þegar liðið tapaði afar óvænt á útivelli gegn nýliðum HC Erlangen, 27-25.

Erlangen var tveimur mörkum undir í hálfleik, 13-15, en komst yfir um miðjan seinni hálfleik, 20-19. Löwen tók aftur forystuna, 20-21, en eftir að heimamenn komust í 24-23 litu þeir ekki um öxl og unnu frábæran sigur.

Sigurbergur Sveinsson var ekki í leikmannahópi Erlangen í kvöld, en Alexander Petersson og Stefán Rafn Sigurmannsson skoruðu báðir þrjú mörk fyrir ljónin.

Rhein-Neckar Löwen heldur efsta sætinu á markatölu, en það er með 30 stig eftir 18 umferðir. Kiel er með jafn mörg stig en á nú leik til góða á Löwen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×