Hægt að framleiða nóg af lífolíu til íblöndunar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 8. desember 2014 15:52 Auknar kröfur eru um hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis frá og með áramótum. Vísir/Getty Images Næg framleiðslugeta er á vistvænu eldsneyti hér á landi til að hægt sé að hækka hlutfall hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis í fimm prósent. Frá og með áramótum verður þess krafist í lögum en í dag er krafa gerð um 3,5 prósent hlutfall lífræns eldsneytis. Þetta fullyrðir Ingi Örn Gíslason, framkvæmdastjóri Bioenergi, sem framleiðir bio diesel. „Það er ekki skortur á því og það er ekki bara hvaða eldsneyti sem er, heldur er það Evrópuvottað,“ segir Ingi Örn. „Það er sambærilegt eldsneyti og bio diesel sem keyrt er um á í Þýskalandi, Svíþjóð og allstaðar í kringum okkur.“Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu.VísirFramleiðsla stjórnast af eftirspurn Ingi Örn segir olíufélögin þó vera treg til að kaupa lífræna eldsneytið. „Auðvitað eru þeir ekki endilega sáttir við það því það er kostnaðarsamt fyrir þá,“ segir hann. „Bio diesel er kostnaðarsamara allstaðar í heiminum heldur en venjulegur diesell.“ Framleiðsla Bio Energi fer fram á Íslandi með innfluttri repjuolíu frá Danmörku. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að á síðasta ári voru flutt inn tæplega þrjú þúsund tonn af lífolíu en aðeins 155 tonn voru framleidd innanlands. Þá sagði Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, að innlend framleiðsla standi ekki undir auknu hlutfalli lífolíu. Ingi Örn segir það hinsvegar vera spurningu um eftirspurn. „Það er hægt að framleiða eins mikið magn og menn vilja kaupa,“ segir hann. Bioenergi hefur unnið að þróun lífolíu síðastliðið ár og aflað tilskilinna leyfa. Ingi Örn staðfestir að unnið hafi verið með olíufélögum hér á landi og Orkustofnun að því. Frosti segir kröfur ESB ekki taka tillit til þess að mikið sé til af endurnýjanlegri raforku á Íslandi.Vísir/DaníelVill frekar skoða raforkuFrosti Sigurjóns, þingmaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði á þingi í morgun að hann vildi fresta gildistöku ákvæðisins til ársins 2020. Þannig sér hann fyrir sér að hægt sé að spara 6 milljarða króna sem annars myndi líklega renna til erlendra olíufélaga. Evrópusambandið gerir þá kröfu að hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis í samgöngum verði 10 prósent frá og með 2020. Frosti segir að ekki sé tekið tillit til aðstæðna á Íslandi í þeirri kröfu en hér á landi sé nóg af endurnýjanlegu rafmagni. „Fyrir Ísland væri skynsamlegt að niðurgreiða kaup á rafmagnsbílum, miklu skynsamlegra en að eyða milljörðum úr ríkissjóði til að niðurgreiða rándýran lífdísil sem ræktaður er á dýrmætu akurlandi sem fremur ætti að nýta til framleiðslu á fæðu,“ sagði hann. Alþingi Tengdar fréttir Vistvænt eldsneyti ekki nægt innanlands Seljendur eldsneytis hér á landi þurfa að flytja inn enn meira af dýrum vistvænum eldsneytisefnum á næsta ári en þeir gera núna með tilheyrandi tapi fyrir ríkissjóð og flutningsmengun. 7. desember 2014 18:30 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Næg framleiðslugeta er á vistvænu eldsneyti hér á landi til að hægt sé að hækka hlutfall hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis í fimm prósent. Frá og með áramótum verður þess krafist í lögum en í dag er krafa gerð um 3,5 prósent hlutfall lífræns eldsneytis. Þetta fullyrðir Ingi Örn Gíslason, framkvæmdastjóri Bioenergi, sem framleiðir bio diesel. „Það er ekki skortur á því og það er ekki bara hvaða eldsneyti sem er, heldur er það Evrópuvottað,“ segir Ingi Örn. „Það er sambærilegt eldsneyti og bio diesel sem keyrt er um á í Þýskalandi, Svíþjóð og allstaðar í kringum okkur.“Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu.VísirFramleiðsla stjórnast af eftirspurn Ingi Örn segir olíufélögin þó vera treg til að kaupa lífræna eldsneytið. „Auðvitað eru þeir ekki endilega sáttir við það því það er kostnaðarsamt fyrir þá,“ segir hann. „Bio diesel er kostnaðarsamara allstaðar í heiminum heldur en venjulegur diesell.“ Framleiðsla Bio Energi fer fram á Íslandi með innfluttri repjuolíu frá Danmörku. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að á síðasta ári voru flutt inn tæplega þrjú þúsund tonn af lífolíu en aðeins 155 tonn voru framleidd innanlands. Þá sagði Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, að innlend framleiðsla standi ekki undir auknu hlutfalli lífolíu. Ingi Örn segir það hinsvegar vera spurningu um eftirspurn. „Það er hægt að framleiða eins mikið magn og menn vilja kaupa,“ segir hann. Bioenergi hefur unnið að þróun lífolíu síðastliðið ár og aflað tilskilinna leyfa. Ingi Örn staðfestir að unnið hafi verið með olíufélögum hér á landi og Orkustofnun að því. Frosti segir kröfur ESB ekki taka tillit til þess að mikið sé til af endurnýjanlegri raforku á Íslandi.Vísir/DaníelVill frekar skoða raforkuFrosti Sigurjóns, þingmaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði á þingi í morgun að hann vildi fresta gildistöku ákvæðisins til ársins 2020. Þannig sér hann fyrir sér að hægt sé að spara 6 milljarða króna sem annars myndi líklega renna til erlendra olíufélaga. Evrópusambandið gerir þá kröfu að hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis í samgöngum verði 10 prósent frá og með 2020. Frosti segir að ekki sé tekið tillit til aðstæðna á Íslandi í þeirri kröfu en hér á landi sé nóg af endurnýjanlegu rafmagni. „Fyrir Ísland væri skynsamlegt að niðurgreiða kaup á rafmagnsbílum, miklu skynsamlegra en að eyða milljörðum úr ríkissjóði til að niðurgreiða rándýran lífdísil sem ræktaður er á dýrmætu akurlandi sem fremur ætti að nýta til framleiðslu á fæðu,“ sagði hann.
Alþingi Tengdar fréttir Vistvænt eldsneyti ekki nægt innanlands Seljendur eldsneytis hér á landi þurfa að flytja inn enn meira af dýrum vistvænum eldsneytisefnum á næsta ári en þeir gera núna með tilheyrandi tapi fyrir ríkissjóð og flutningsmengun. 7. desember 2014 18:30 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Vistvænt eldsneyti ekki nægt innanlands Seljendur eldsneytis hér á landi þurfa að flytja inn enn meira af dýrum vistvænum eldsneytisefnum á næsta ári en þeir gera núna með tilheyrandi tapi fyrir ríkissjóð og flutningsmengun. 7. desember 2014 18:30