Vísbendingar um að Borgun hafi verið undirverðlagt í sölu Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. desember 2014 13:40 Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans. Sterkar vísbendingar eru um að kaupverðið sem hópur fjárfesta greiddi fyrir þriðjungshlut Landsbankans í greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf. hafi verið of lágt. Landsbankinn seldi 31,2 prósenta hlut sinn í greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf. til hóps fjárfesta án auglýsingar. Hópurinn greiddi 2,2 milljarða króna fyrir hlutinn. Landsbankinn er nær alfarið í eigu skattgreiðenda og því hefur sala bankans á hlutnum í Borgun verið gagnrýnd, m.a. af þingmönnum bæði stjórnar og stjórnarandstöðu. Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans telur að bankinn hafi fengið gott verð fyrir hlutinn í Borgun. „Við mátum það svo að svona hátt verð, sem skilaði bankanum svona góðum hagnaði, það væri réttlætanlegt að grípa það tækifæri,“ sagði Steinþór í samtali við fréttastofu í vikunni. Þegar fjárfestar eru að meta virði hluta í fjármálaþjónustufyrirtækjum á borð við Borgun er oft á tíðum stuðst við fleiri mælikvarða en bara sjóðstreymi þeirra, að því er fram kemur í vefritinu Kjarnanum. Einn slíkur er að horfa á svokallað V/H hlutfall, sem á ensku nefnist Price Earnings Ratio, þegar reiknað er út hvað eigi að borga fyrir fjárfestingar. Hlutfallið segir til um hversu langan tíma það tekur að greiða upp markaðsvirði félagsins sem er keypt á núvirði miðað við óbreyttan hagnað þess. Hagnaður Borgunar í fyrra var tæpur milljarður króna og markaðsvirði fyrirtækisins er um 6,9 milljarðar króna, ef miðað er við það verð sem hópurinn sem keypti af Landsbankanum greiddi fyrir. Kjarninn greinir frá því að V/H hlutfallið sé því 6,9. Þannig taki það Borgun hf. sjö ár að hagnast upp í markaðsvirði sitt miðað við afkomu fyrirtækisins í fyrra. Í Bandaríkjunum eru helstu greiðslukortafyrirtækin skráð á markað og V/H hlutfallið, tíminn sem það tekur fyrirtæki að greiða upp núverandi markaðsvirði miðað við hagnað þess, er 29,8 hjá Visa í Bandaríkjunum, 30,1 hjá Mastercard og 17,2 hjá American Express. Fjárfestar styðjast líka við svokallað V/I hlutfall (e. Price to book ratio). Til að finna það út er markaðsvirði fyrirtækis deilt í eigið fé þess. Miðað við að markaðsvirði Borgunar sé 6,9 milljarðar króna og að eiginfjárstaða félagsins var þrír milljarðar króna um síðustu áramót er þetta hlutfall 2,2. V/I hlutfallið, markaðsvirði deilt í eigið fé er 5,8 hjá Visa í Bandaríkjunum, 15,4 hjá Mastercard og 4,7 hjá American Express. Hjá Borgun er það 2,2 miðað við kaupverðið sem nýju eigendurnir greiddu fyrir hlut sinn. Miðað við þessa mælikvarða er verðið sem greitt var fyrir Borgun hf. býsna lágt. Kjarninn greinir frá því að þegar önnur fyrirtæki séu skoðuð, miðað við stöðu þeirra í árslok 2013, komi líka í ljós að verðlagningin á Borgun, miðað við ofangreind hlutföll, sé einnig mjög lág. Bankastjóri Landsbankans hefur verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis á mánudag til að ræða söluna á hlut bankans í Borgun ásamt forstjóra Bankasýslu ríkisins og forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Borgunarmálið Tengdar fréttir Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spyr hvort gamlir draugar séu komnir á kreik við sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun. 28. nóvember 2014 12:07 Fulltrúar Landsbankans kallaðir á fund Alþingis Fulltrúar Landsbankans, Fjármálaeftirlitsins og Bankasýslu ríkisins hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða sölu á hlut bankans í Borgun. 5. desember 2014 18:27 Segir sölu á greiðslukortafyrirtækjum lykta af klíkuskap Sala Landsbankans á greiðslukortafyrirtækjum lyktar af klíkuskap, segir formaður Samfylkingarinnar en að undirlagi hans hefur bankastjóri Landsbankans verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að fara yfir sölu bankans á hlutabréfum í Borgun hf. 6. desember 2014 18:30 Landsbankinn að selja hlut sinn í Valitor til Arion banka 1. desember 2014 20:21 Landsbankinn selur hlut sinn í Borgun Landsbankinn undirritaði í dag samning um sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun hf. Söluverðið er 2.184 milljónir króna. 25. nóvember 2014 16:33 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Sterkar vísbendingar eru um að kaupverðið sem hópur fjárfesta greiddi fyrir þriðjungshlut Landsbankans í greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf. hafi verið of lágt. Landsbankinn seldi 31,2 prósenta hlut sinn í greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf. til hóps fjárfesta án auglýsingar. Hópurinn greiddi 2,2 milljarða króna fyrir hlutinn. Landsbankinn er nær alfarið í eigu skattgreiðenda og því hefur sala bankans á hlutnum í Borgun verið gagnrýnd, m.a. af þingmönnum bæði stjórnar og stjórnarandstöðu. Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans telur að bankinn hafi fengið gott verð fyrir hlutinn í Borgun. „Við mátum það svo að svona hátt verð, sem skilaði bankanum svona góðum hagnaði, það væri réttlætanlegt að grípa það tækifæri,“ sagði Steinþór í samtali við fréttastofu í vikunni. Þegar fjárfestar eru að meta virði hluta í fjármálaþjónustufyrirtækjum á borð við Borgun er oft á tíðum stuðst við fleiri mælikvarða en bara sjóðstreymi þeirra, að því er fram kemur í vefritinu Kjarnanum. Einn slíkur er að horfa á svokallað V/H hlutfall, sem á ensku nefnist Price Earnings Ratio, þegar reiknað er út hvað eigi að borga fyrir fjárfestingar. Hlutfallið segir til um hversu langan tíma það tekur að greiða upp markaðsvirði félagsins sem er keypt á núvirði miðað við óbreyttan hagnað þess. Hagnaður Borgunar í fyrra var tæpur milljarður króna og markaðsvirði fyrirtækisins er um 6,9 milljarðar króna, ef miðað er við það verð sem hópurinn sem keypti af Landsbankanum greiddi fyrir. Kjarninn greinir frá því að V/H hlutfallið sé því 6,9. Þannig taki það Borgun hf. sjö ár að hagnast upp í markaðsvirði sitt miðað við afkomu fyrirtækisins í fyrra. Í Bandaríkjunum eru helstu greiðslukortafyrirtækin skráð á markað og V/H hlutfallið, tíminn sem það tekur fyrirtæki að greiða upp núverandi markaðsvirði miðað við hagnað þess, er 29,8 hjá Visa í Bandaríkjunum, 30,1 hjá Mastercard og 17,2 hjá American Express. Fjárfestar styðjast líka við svokallað V/I hlutfall (e. Price to book ratio). Til að finna það út er markaðsvirði fyrirtækis deilt í eigið fé þess. Miðað við að markaðsvirði Borgunar sé 6,9 milljarðar króna og að eiginfjárstaða félagsins var þrír milljarðar króna um síðustu áramót er þetta hlutfall 2,2. V/I hlutfallið, markaðsvirði deilt í eigið fé er 5,8 hjá Visa í Bandaríkjunum, 15,4 hjá Mastercard og 4,7 hjá American Express. Hjá Borgun er það 2,2 miðað við kaupverðið sem nýju eigendurnir greiddu fyrir hlut sinn. Miðað við þessa mælikvarða er verðið sem greitt var fyrir Borgun hf. býsna lágt. Kjarninn greinir frá því að þegar önnur fyrirtæki séu skoðuð, miðað við stöðu þeirra í árslok 2013, komi líka í ljós að verðlagningin á Borgun, miðað við ofangreind hlutföll, sé einnig mjög lág. Bankastjóri Landsbankans hefur verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis á mánudag til að ræða söluna á hlut bankans í Borgun ásamt forstjóra Bankasýslu ríkisins og forstjóra Samkeppniseftirlitsins.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spyr hvort gamlir draugar séu komnir á kreik við sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun. 28. nóvember 2014 12:07 Fulltrúar Landsbankans kallaðir á fund Alþingis Fulltrúar Landsbankans, Fjármálaeftirlitsins og Bankasýslu ríkisins hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða sölu á hlut bankans í Borgun. 5. desember 2014 18:27 Segir sölu á greiðslukortafyrirtækjum lykta af klíkuskap Sala Landsbankans á greiðslukortafyrirtækjum lyktar af klíkuskap, segir formaður Samfylkingarinnar en að undirlagi hans hefur bankastjóri Landsbankans verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að fara yfir sölu bankans á hlutabréfum í Borgun hf. 6. desember 2014 18:30 Landsbankinn að selja hlut sinn í Valitor til Arion banka 1. desember 2014 20:21 Landsbankinn selur hlut sinn í Borgun Landsbankinn undirritaði í dag samning um sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun hf. Söluverðið er 2.184 milljónir króna. 25. nóvember 2014 16:33 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spyr hvort gamlir draugar séu komnir á kreik við sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun. 28. nóvember 2014 12:07
Fulltrúar Landsbankans kallaðir á fund Alþingis Fulltrúar Landsbankans, Fjármálaeftirlitsins og Bankasýslu ríkisins hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða sölu á hlut bankans í Borgun. 5. desember 2014 18:27
Segir sölu á greiðslukortafyrirtækjum lykta af klíkuskap Sala Landsbankans á greiðslukortafyrirtækjum lyktar af klíkuskap, segir formaður Samfylkingarinnar en að undirlagi hans hefur bankastjóri Landsbankans verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að fara yfir sölu bankans á hlutabréfum í Borgun hf. 6. desember 2014 18:30
Landsbankinn selur hlut sinn í Borgun Landsbankinn undirritaði í dag samning um sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun hf. Söluverðið er 2.184 milljónir króna. 25. nóvember 2014 16:33