Jordan Spieth í yfirburðastöðu í Flórída 7. desember 2014 11:52 Pútterinn hefur verið sjóðandi heitur hjá Spieth um helgina. AP Hinn ungi Jordan Spieth hefur borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína á Hero World Challenge sem fram fer á Isleworth í Flórída en fyrir lokahringinn leiðir þessi magnaði kylfingur með sjö höggum eftir þriðja hring upp á 63 högg eða níu undir pari. Spieth hefur átt mjög gott ár og hefur jafnt og þétt klifrað upp í hæstu sæti heimslistans í golfi með nokkrum frábærum frammistöðum, án þess að hafa unnið mörg mót. Það er samt greinilegt að þessi skemmtilegi kylfingur er enn að taka framförum því á undanförnum vikum hefur hann spilað hreint út sagt stórkostlegt golf en í síðustu viku sigraði hann á Opna ástralska meistaramótinu eftir lokahring upp á 63 högg sem Rory McIlroy lýsti sem „mögnuðum“. Í öðru sæti á 13 höggum undir pari eru þeir Henrik Stenson og Keegan Bradley sem lék mjög gott golf í gær og kom inn á 65 höggum eða sjö undir pari.Tiger Woods átti ágætan þriðja hring í endurkomu sinni þrátt fyrir að hafa verið með flensu. Hann kom inn á 69 höggum eða þremur undir pari og er því á sléttu pari eftir að hafa leikið fyrsta hring á 77 höggum. Það þarf hálfgert kraftaverk á Isleworth vellinum til þess að einhver nái Jordan Spieth á lokahringnum í kvöld en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00. Golf Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Hinn ungi Jordan Spieth hefur borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína á Hero World Challenge sem fram fer á Isleworth í Flórída en fyrir lokahringinn leiðir þessi magnaði kylfingur með sjö höggum eftir þriðja hring upp á 63 högg eða níu undir pari. Spieth hefur átt mjög gott ár og hefur jafnt og þétt klifrað upp í hæstu sæti heimslistans í golfi með nokkrum frábærum frammistöðum, án þess að hafa unnið mörg mót. Það er samt greinilegt að þessi skemmtilegi kylfingur er enn að taka framförum því á undanförnum vikum hefur hann spilað hreint út sagt stórkostlegt golf en í síðustu viku sigraði hann á Opna ástralska meistaramótinu eftir lokahring upp á 63 högg sem Rory McIlroy lýsti sem „mögnuðum“. Í öðru sæti á 13 höggum undir pari eru þeir Henrik Stenson og Keegan Bradley sem lék mjög gott golf í gær og kom inn á 65 höggum eða sjö undir pari.Tiger Woods átti ágætan þriðja hring í endurkomu sinni þrátt fyrir að hafa verið með flensu. Hann kom inn á 69 höggum eða þremur undir pari og er því á sléttu pari eftir að hafa leikið fyrsta hring á 77 höggum. Það þarf hálfgert kraftaverk á Isleworth vellinum til þess að einhver nái Jordan Spieth á lokahringnum í kvöld en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00.
Golf Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira