Harmleikur varð á golfvelli í Suður-Afríku í gær. Þá fór einn kylfingur ógætilega með þeim afleiðingum að hann lést.
Hinn 29 ára gamli Jacques van der Sandt var að leita að kúlum ofan í skurði. Hann stóð í vatni sem náði honum upp að mitti og var að slægja botninn eftir kúlum.
Hann hefði betur sleppt því þar sem krókódíll beið hans í vatninu. Dýrið gómaði hann og synti á brott með Van der Sandt í kjaftinum.
Líkið og krókódíllinn fundust tveim tímum síðar. Krókódíllinn var aflífaður. Líkið var illa farið þó útlimir væru allir á sínum stað.
Golfvöllurinn er í þekktum þjóðgarði í Suður-Afríku. Van der Sandt var sonur starfsmanns garðsins til margra ára. Hinn látni þekkti því vel til og hafði áður séð krókódíla í skurðinum. Þrátt fyrir það fór hann þangað út í.
Krókódíll drap kylfing í Suður-Afríku

Mest lesið





Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995
Íslenski boltinn



Blóðgaði dómara
Körfubolti

Var ekki nógu ánægður með Trent
Enski boltinn
