Woods: Stutta spilið var hræðilegt 5. desember 2014 16:45 Tiger Woods AP Tiger Woods lýsti stutta spilinu hjá sér sem „hræðilegu“ eftir fyrsta hring á Hero World Challenge í gær enda virtist þessi goðsagnakenndi kylfingur eiga langt í land til þess að berjast við þá bestu á ný eftir langt hlé vegna meiðsla. Woods lék Isleworth völlinn í Flórída, sem hefur verið heimavöllur hans til margra ára, á 77 höggum í gær eða fimm yfir pari en hann virtist sjálfur mjög hissa á frammistöðu sinni í viðtali við fréttamenn eftir hringinn. „Þetta var svona einn af þessum dögum þar sem ekkert gekk eftir hjá mér. Ég sló mörg góð högg en mér tókst ekki að nýta þá sénsa sem ég bjó til.“ Þá segir Woods að hann hafi ekki hugmynd um af hverju stutta spilið gekk svona illa en hann þurfti stundum að vippa tvisvar inn á flatir sem hann hitti ekki af örfáum metrum. „Það var ekkert sem undirbjó mig undir þetta, stutta spilið var hræðilegt. Ég á bara erfitt með að átta mig hvernig ég fór að því að klúðra einföldum vippum á svona hátt.“ Það verður áhugavert að fylgjast með því í hvernig stuði Woods mætir til leiks í dag en annar hringur frá Isleworth verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 í kvöld. Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods lýsti stutta spilinu hjá sér sem „hræðilegu“ eftir fyrsta hring á Hero World Challenge í gær enda virtist þessi goðsagnakenndi kylfingur eiga langt í land til þess að berjast við þá bestu á ný eftir langt hlé vegna meiðsla. Woods lék Isleworth völlinn í Flórída, sem hefur verið heimavöllur hans til margra ára, á 77 höggum í gær eða fimm yfir pari en hann virtist sjálfur mjög hissa á frammistöðu sinni í viðtali við fréttamenn eftir hringinn. „Þetta var svona einn af þessum dögum þar sem ekkert gekk eftir hjá mér. Ég sló mörg góð högg en mér tókst ekki að nýta þá sénsa sem ég bjó til.“ Þá segir Woods að hann hafi ekki hugmynd um af hverju stutta spilið gekk svona illa en hann þurfti stundum að vippa tvisvar inn á flatir sem hann hitti ekki af örfáum metrum. „Það var ekkert sem undirbjó mig undir þetta, stutta spilið var hræðilegt. Ég á bara erfitt með að átta mig hvernig ég fór að því að klúðra einföldum vippum á svona hátt.“ Það verður áhugavert að fylgjast með því í hvernig stuði Woods mætir til leiks í dag en annar hringur frá Isleworth verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 í kvöld.
Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira