Þetta gerist þegar maður kaupir hlægilega ódýr föt á netinu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. desember 2014 16:30 Lindsay Ferrier skrifar sprenghlægilegan pistil á vefsíðu Huffington Post þar sem hún skrifar um þegar hún ákvað að panta föt af vefsíðu í Singapúr, NastyDress, því fötin voru svo ódýr. „Ég var að skruna á Facebook fyrir nokkrum vikum þegar ég sá þessa mynd á síðu vinar míns,“ skrifar Lindsay fyrir ofan mynd af kápu frá NastyDress. „Þetta var eiginlega kápa af mínu skapi. En...NastyDress? Hvað í fjandanum var NastyDress?“ bætir hún við. Henni leist ekki á blikuna þegar hún skoðaði kjólana á síðunni en fann kápur og toppa sem henni fannst fallegir. Ekki skemmdi fyrir að fötin voru hræódýr.Toppur sem Lindsay pantaði. Lengst til vinstri er auglýsingamyndin, í miðjunni er Lindsay í bolnum og til hægri er dóttir hennar í bolnum.Þegar Lindsay var búin að fullvissa sig um að í lagi væri að panta af síðunni ákvað hún að slá til og festi kaup á nokkrum flíkum. Tveimur vikum seinna komu þær í pósti. Henni brá þó þegar hún opnaði pakkann. Kápan, sem sést hér fyrir ofan, sem átti að vera úr ull var úr flís. Lindsay fannst hún samt sæt og mátaði hana. „Uuuu. Þessi kápa var greinilega ekki að virka fyrir mig. Hún var ekki aðeins sniðin fyrir manneskju með engin brjóst heldur enduðu ermarnar langt fyrir ofan úlnliði mína. Ég kíkti á merkimiðann aftur. Stærð Large. Stærð Large?! Já kannski fyrir börn,“ skrifar Lindsay. Þá ákvað hún að kalla á tíu ára dóttur sína og biðja hana um að máta kápuna. Hún smellpassaði á hana - eins og öll hin fötin frá NastyDress. Í lok greinarinnar varar Lindsay fólk við að panta af svipuðum síðum en sem dæmi um síðu í sama dúr er Ali Express sem Íslendingar eru duglegir við að nota.Þessi peysa leit allt öðruvísi út en á myndinni. Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Lindsay Ferrier skrifar sprenghlægilegan pistil á vefsíðu Huffington Post þar sem hún skrifar um þegar hún ákvað að panta föt af vefsíðu í Singapúr, NastyDress, því fötin voru svo ódýr. „Ég var að skruna á Facebook fyrir nokkrum vikum þegar ég sá þessa mynd á síðu vinar míns,“ skrifar Lindsay fyrir ofan mynd af kápu frá NastyDress. „Þetta var eiginlega kápa af mínu skapi. En...NastyDress? Hvað í fjandanum var NastyDress?“ bætir hún við. Henni leist ekki á blikuna þegar hún skoðaði kjólana á síðunni en fann kápur og toppa sem henni fannst fallegir. Ekki skemmdi fyrir að fötin voru hræódýr.Toppur sem Lindsay pantaði. Lengst til vinstri er auglýsingamyndin, í miðjunni er Lindsay í bolnum og til hægri er dóttir hennar í bolnum.Þegar Lindsay var búin að fullvissa sig um að í lagi væri að panta af síðunni ákvað hún að slá til og festi kaup á nokkrum flíkum. Tveimur vikum seinna komu þær í pósti. Henni brá þó þegar hún opnaði pakkann. Kápan, sem sést hér fyrir ofan, sem átti að vera úr ull var úr flís. Lindsay fannst hún samt sæt og mátaði hana. „Uuuu. Þessi kápa var greinilega ekki að virka fyrir mig. Hún var ekki aðeins sniðin fyrir manneskju með engin brjóst heldur enduðu ermarnar langt fyrir ofan úlnliði mína. Ég kíkti á merkimiðann aftur. Stærð Large. Stærð Large?! Já kannski fyrir börn,“ skrifar Lindsay. Þá ákvað hún að kalla á tíu ára dóttur sína og biðja hana um að máta kápuna. Hún smellpassaði á hana - eins og öll hin fötin frá NastyDress. Í lok greinarinnar varar Lindsay fólk við að panta af svipuðum síðum en sem dæmi um síðu í sama dúr er Ali Express sem Íslendingar eru duglegir við að nota.Þessi peysa leit allt öðruvísi út en á myndinni.
Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira