Það blæs ekki byrlega hjá HK í Olís-deild karla eftir tap gegn Fram í botnslag deildarinnar.
Það munaði fjórum stigum á liðunum fyrir leikinn. HK með fjögur en Fram átta. Eftir sigur Fram er HK eitt eftir í kjallaranum.
Fram er aftur á móti komið upp að hlið Stjörnunnar sem einnig er með tíu stig. Stutt er í næstu lið.
Haukar geta lítið þessa dagana og að þessu sinni urðu þeir að sætta sig við slæmt sex marka tap á heimavelli gegn ÍR sem er í bullandi toppbaráttu.
Haukar í sjötta sæti en ÍR í þriðja sæti.
Úrslit:
Fram-HK 27-21
Mörk Fram: Garðar B. Sigurjónsson 8, Stefán Stefánsson 6, Ólafur Magnússon 4, Sigurður Þorsteinsson 3, Arnar Ársælsson 2, Ólafur Æ. Ólafsson 2, Þröstur Bjarkason 1, Kristinn Björgúlfsson 1.
Mörk HK: Þorgrímur Smári Ólafsson 9, Andri Þór Helgason 5, Guðni Kristinsson 2, Garðar Svansson 2, Þorkell Magnússon 2, Tryggvi Tryggvason 1.
Haukar-ÍR 25-31
Mörk Hauka: Brynjólfur Brynjólfsson 6, Adam Haukur Baumruk 4, Árni Steinn Steinþórsson 4, Þröstur Þráinsson 4, Tjörvi Þorgeirsson 3, Vilhjálmur Hauksson 2, Jón Jóhannsson 1, Einar Pétursson 1.
Mörk ÍR: Björgvin Hólmgeirsson 7, Sturla Ásgeirsson 7, Jón Heiðar Gunnarsson 6, Arnar B. Hálfdánsson 5, Davíð Georgsson 3, Sigurjón Björnsson 3.
HK fast í kjallaranum | ÍR skellti Haukum

Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 26-23 | 17 mörk Egils dugðu skammt
Valur lagði Stjörnuna 26-23 í Olís deild karla í handbolta í kvöld þrátt fyrir að 17 mörk Egils Magnússonar fyrir Stjörnuna. Valur var 13-12 yfir í hálfleik.

Umfjöllun og viðtöl: FH - Afturelding 23-24 | Annar sigur Aftureldingar á FH á tímabilinu
Afturelding bar sigurorð af FH, 23-24, þegar liðin mættust í 14. umferð Olís-deildar karla í Kaplakrika í kvöld.