Sölvi Tryggva selur fötin sín: "Gott að koma þessu í notkun“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 4. desember 2014 12:05 „Ég er sumsé að fara að selja mjög mikið af fötum, úrum og alls konar dóti fyrir þá sem hafa áhuga,“ segir dagskrárgerðarmaðurinn Sölvi Tryggvason. Sölvi, sem er annálaður smekkmaður, setti inn myndir af alls kyns klæðnaði á Facebook í vikunni með það fyrir augum að selja góssið.Hann er þó ekki einn í fatasölunni.Nóg af skóm til sölu.„Ekki skemmir fyrir að prestsonurinn og gulldrengurinn úr Biskupstungum, Kristinn Jón Ólafsson, verður með mér í för og ætlum við að halda fatamarkað. Kiddi er annálaður smekkmaður sem stóð vaktina í Zöru og Topshop hér á árum áður svo vel að menn eru enn að tala um það,“ segir Sölvi glaður í bragði. Þeir félagar stefna á að halda fatamarkað um næstu helgi en staðsetningin er óráðin. „Líkast til verður markaðurinn bara heima hjá öðrum hvorum okkar. Þeir sem hafa áhuga mega bara hafa samband og svo kynnum við þetta á Facebook þegar þar að kemur.“ Sölvi verður ekki aðeins með fatnað til sölu heldur einnig skó en hann er mikill skósafnari eins og frægt er orðið. En verður ekkert erfitt fyrir Sölva að skilja við fötin og skóna? „Nei, nei. Það er gott að koma þessu í notkun.“Hér sést Sölvi í fjólubláum jakka á síðustu Edduhátíð en jakkinn vakti verðskuldaða athygli. Við hlið Sölva er fyrirsætan Berglind Ólafsdóttir. Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
„Ég er sumsé að fara að selja mjög mikið af fötum, úrum og alls konar dóti fyrir þá sem hafa áhuga,“ segir dagskrárgerðarmaðurinn Sölvi Tryggvason. Sölvi, sem er annálaður smekkmaður, setti inn myndir af alls kyns klæðnaði á Facebook í vikunni með það fyrir augum að selja góssið.Hann er þó ekki einn í fatasölunni.Nóg af skóm til sölu.„Ekki skemmir fyrir að prestsonurinn og gulldrengurinn úr Biskupstungum, Kristinn Jón Ólafsson, verður með mér í för og ætlum við að halda fatamarkað. Kiddi er annálaður smekkmaður sem stóð vaktina í Zöru og Topshop hér á árum áður svo vel að menn eru enn að tala um það,“ segir Sölvi glaður í bragði. Þeir félagar stefna á að halda fatamarkað um næstu helgi en staðsetningin er óráðin. „Líkast til verður markaðurinn bara heima hjá öðrum hvorum okkar. Þeir sem hafa áhuga mega bara hafa samband og svo kynnum við þetta á Facebook þegar þar að kemur.“ Sölvi verður ekki aðeins með fatnað til sölu heldur einnig skó en hann er mikill skósafnari eins og frægt er orðið. En verður ekkert erfitt fyrir Sölva að skilja við fötin og skóna? „Nei, nei. Það er gott að koma þessu í notkun.“Hér sést Sölvi í fjólubláum jakka á síðustu Edduhátíð en jakkinn vakti verðskuldaða athygli. Við hlið Sölva er fyrirsætan Berglind Ólafsdóttir.
Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög