Ágúst: Stórkostleg frammistaða hjá Karen Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalshöll skrifar 3. desember 2014 21:53 Karen tekur víti í kvöld. vísir/ernir Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var að vonum sáttur með tíu marka sigur á Makedóníu í Laugardalshöll í kvöld, en með sigrinum gulltryggði Ísland sér sæti í umspili um sæti á HM 2015 í Danmörku. "Ég var mjög ánægður með leik liðsins. Stelpurnar hafa staðið sig gríðarlega vel í öllum þessu þremur leikjum. "Þetta var fyrsti sigur okkar á Makedóníu í kvennaboltanum í sögunni. Mér fannst við spila fantagóðan handbolta í kvöld," sagði Ágúst sem játti því að þetta væri besti leikurinn sem Ísland hefur spilað á síðustu dögum. "Sóknarleikurinn var frábær og tempóið á leik liðsins var mjög gott, við skoruðum mikið af mörkum eftir hraðaupphlaup, bæði fyrstu og aðra bylgju. "Heildarsvipurinn á liðinu var góður," sagði Ágúst sem kvaðst einnig ánægður með að íslenska liðið tapaði færri boltum en gegn Ítalíu á sunnudaginn. "Við löguðum það sem við vorum í vandræðum með í síðasta leik gegn Ítalíu. Við fórum vel yfir þetta og töpuðum mun færri boltum." Aðspurður um frammistöðu Karenar Knútsdóttur, sem skoraði 14 mörk í kvöld, hafði Ágúst þetta að segja: "Þetta var stórkostleg frammistaða, það er fátt annað hægt að segja. Hún hefur stigið upp og sérstaklega eftir að hún tók við fyrirliðabandinu. "Hún er mikill leiðtogi og er leikmaður í mjög háum gæðaflokki. Það eru ekki margir miðjumenn í heiminum sem eru að spila eins og hún er að gera," sagði Ágúst um landsliðsfyrirliðann. En hvernig mun íslenska liðið nálgast seinni leikinn gegn Makedóníu í Skopje á laugardaginn? "Við komum af fullum krafti inn í þann leik. Við þurfum að halda áfram að bæta leik liðsins og vinna í okkar varnarleik," sagði Ágúst að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Neymar á heimleið? Fótbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira
Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var að vonum sáttur með tíu marka sigur á Makedóníu í Laugardalshöll í kvöld, en með sigrinum gulltryggði Ísland sér sæti í umspili um sæti á HM 2015 í Danmörku. "Ég var mjög ánægður með leik liðsins. Stelpurnar hafa staðið sig gríðarlega vel í öllum þessu þremur leikjum. "Þetta var fyrsti sigur okkar á Makedóníu í kvennaboltanum í sögunni. Mér fannst við spila fantagóðan handbolta í kvöld," sagði Ágúst sem játti því að þetta væri besti leikurinn sem Ísland hefur spilað á síðustu dögum. "Sóknarleikurinn var frábær og tempóið á leik liðsins var mjög gott, við skoruðum mikið af mörkum eftir hraðaupphlaup, bæði fyrstu og aðra bylgju. "Heildarsvipurinn á liðinu var góður," sagði Ágúst sem kvaðst einnig ánægður með að íslenska liðið tapaði færri boltum en gegn Ítalíu á sunnudaginn. "Við löguðum það sem við vorum í vandræðum með í síðasta leik gegn Ítalíu. Við fórum vel yfir þetta og töpuðum mun færri boltum." Aðspurður um frammistöðu Karenar Knútsdóttur, sem skoraði 14 mörk í kvöld, hafði Ágúst þetta að segja: "Þetta var stórkostleg frammistaða, það er fátt annað hægt að segja. Hún hefur stigið upp og sérstaklega eftir að hún tók við fyrirliðabandinu. "Hún er mikill leiðtogi og er leikmaður í mjög háum gæðaflokki. Það eru ekki margir miðjumenn í heiminum sem eru að spila eins og hún er að gera," sagði Ágúst um landsliðsfyrirliðann. En hvernig mun íslenska liðið nálgast seinni leikinn gegn Makedóníu í Skopje á laugardaginn? "Við komum af fullum krafti inn í þann leik. Við þurfum að halda áfram að bæta leik liðsins og vinna í okkar varnarleik," sagði Ágúst að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Neymar á heimleið? Fótbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira