Óbirtum kvikmyndum stolið frá Sony og settar á netið Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2014 14:01 Michael Lynton, framkvæmdastjóri kvikmyndadeildar Sony, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vísir/AFP Árás var gerð á tölvukerfi Sony fyrir um viku síðan og meðal annars var minnst fimm kvikmyndum stolið. Sumar þeirra hafa enn ekki birst í kvikmyndahúsum. Myndunum hefur er nú komnar í dreifingu á internetinu. Meðal myndanna sem um ræðir eru Fury, Still Alice, Annie og To Write Love on Her Arms. Fyrir helgi voru uppi kenningar um að mögulega væru yfirvöld í Norður Kóreu að baki árásinni. Her landsins hefur komið upp deild sem sérhæfir sig í netárásum og margt líkt var með árásinni á Sony og árás á fjölda banka og sjónvarpsstöðva í Suður-Kóreu í síðasta mánuði, samkvæmt Guardian. Þegar erindreki Norður-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum var spurður hvort Norður-Kórea hefði komið að árásinni sagði hann að óvinveitt öfl væru sífellt að saka þjóð sína um eitthvað. Hann bætti þó við: „Ég bið ykkur um að bíða og sjá.“ Yfirvöld í Norður-Kóreu brugðust ókvæða við í sumar þegar söguþráður myndarinnar The Interview var gerð opinber. Hún fjallar um tvo sjónvarpsmenn sem ætla að taka viðtal við Kim Jong-un, einræðisherra landsins, og eru fengnir til að drepa hann af CIA.Stríðsyfirlýsing Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, barst þá bréf frá Norður-Kóreu þar sem myndin var sögð vera stuðningsyfirlýsing við hryðjuverk og stríðsyfirlýsing. Bandaríkjunum var hótað „miskunnarlausum“ viðbrögðum, kæmu þeir ekki í veg fyrir útgáfu myndarinnar. Þrátt fyrir að yfirvöld í Pyongyang virðist vera sátt við að vera á lista grunaðra, segja sérfræðingar sem Guardian hefur rætt við að engin sönnunargögn liggi fyrir sem bendli þau við málið. Auk kvikmynda stálu hakkararnir töluverðu magni skjala. Þar fundust kennitölur starfsmanna, launakjör heimilisföng og margt fleira. Bíó og sjónvarp Sony-hakkið Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Árás var gerð á tölvukerfi Sony fyrir um viku síðan og meðal annars var minnst fimm kvikmyndum stolið. Sumar þeirra hafa enn ekki birst í kvikmyndahúsum. Myndunum hefur er nú komnar í dreifingu á internetinu. Meðal myndanna sem um ræðir eru Fury, Still Alice, Annie og To Write Love on Her Arms. Fyrir helgi voru uppi kenningar um að mögulega væru yfirvöld í Norður Kóreu að baki árásinni. Her landsins hefur komið upp deild sem sérhæfir sig í netárásum og margt líkt var með árásinni á Sony og árás á fjölda banka og sjónvarpsstöðva í Suður-Kóreu í síðasta mánuði, samkvæmt Guardian. Þegar erindreki Norður-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum var spurður hvort Norður-Kórea hefði komið að árásinni sagði hann að óvinveitt öfl væru sífellt að saka þjóð sína um eitthvað. Hann bætti þó við: „Ég bið ykkur um að bíða og sjá.“ Yfirvöld í Norður-Kóreu brugðust ókvæða við í sumar þegar söguþráður myndarinnar The Interview var gerð opinber. Hún fjallar um tvo sjónvarpsmenn sem ætla að taka viðtal við Kim Jong-un, einræðisherra landsins, og eru fengnir til að drepa hann af CIA.Stríðsyfirlýsing Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, barst þá bréf frá Norður-Kóreu þar sem myndin var sögð vera stuðningsyfirlýsing við hryðjuverk og stríðsyfirlýsing. Bandaríkjunum var hótað „miskunnarlausum“ viðbrögðum, kæmu þeir ekki í veg fyrir útgáfu myndarinnar. Þrátt fyrir að yfirvöld í Pyongyang virðist vera sátt við að vera á lista grunaðra, segja sérfræðingar sem Guardian hefur rætt við að engin sönnunargögn liggi fyrir sem bendli þau við málið. Auk kvikmynda stálu hakkararnir töluverðu magni skjala. Þar fundust kennitölur starfsmanna, launakjör heimilisföng og margt fleira.
Bíó og sjónvarp Sony-hakkið Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein