Óbirtum kvikmyndum stolið frá Sony og settar á netið Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2014 14:01 Michael Lynton, framkvæmdastjóri kvikmyndadeildar Sony, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vísir/AFP Árás var gerð á tölvukerfi Sony fyrir um viku síðan og meðal annars var minnst fimm kvikmyndum stolið. Sumar þeirra hafa enn ekki birst í kvikmyndahúsum. Myndunum hefur er nú komnar í dreifingu á internetinu. Meðal myndanna sem um ræðir eru Fury, Still Alice, Annie og To Write Love on Her Arms. Fyrir helgi voru uppi kenningar um að mögulega væru yfirvöld í Norður Kóreu að baki árásinni. Her landsins hefur komið upp deild sem sérhæfir sig í netárásum og margt líkt var með árásinni á Sony og árás á fjölda banka og sjónvarpsstöðva í Suður-Kóreu í síðasta mánuði, samkvæmt Guardian. Þegar erindreki Norður-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum var spurður hvort Norður-Kórea hefði komið að árásinni sagði hann að óvinveitt öfl væru sífellt að saka þjóð sína um eitthvað. Hann bætti þó við: „Ég bið ykkur um að bíða og sjá.“ Yfirvöld í Norður-Kóreu brugðust ókvæða við í sumar þegar söguþráður myndarinnar The Interview var gerð opinber. Hún fjallar um tvo sjónvarpsmenn sem ætla að taka viðtal við Kim Jong-un, einræðisherra landsins, og eru fengnir til að drepa hann af CIA.Stríðsyfirlýsing Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, barst þá bréf frá Norður-Kóreu þar sem myndin var sögð vera stuðningsyfirlýsing við hryðjuverk og stríðsyfirlýsing. Bandaríkjunum var hótað „miskunnarlausum“ viðbrögðum, kæmu þeir ekki í veg fyrir útgáfu myndarinnar. Þrátt fyrir að yfirvöld í Pyongyang virðist vera sátt við að vera á lista grunaðra, segja sérfræðingar sem Guardian hefur rætt við að engin sönnunargögn liggi fyrir sem bendli þau við málið. Auk kvikmynda stálu hakkararnir töluverðu magni skjala. Þar fundust kennitölur starfsmanna, launakjör heimilisföng og margt fleira. Bíó og sjónvarp Sony-hakkið Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Árás var gerð á tölvukerfi Sony fyrir um viku síðan og meðal annars var minnst fimm kvikmyndum stolið. Sumar þeirra hafa enn ekki birst í kvikmyndahúsum. Myndunum hefur er nú komnar í dreifingu á internetinu. Meðal myndanna sem um ræðir eru Fury, Still Alice, Annie og To Write Love on Her Arms. Fyrir helgi voru uppi kenningar um að mögulega væru yfirvöld í Norður Kóreu að baki árásinni. Her landsins hefur komið upp deild sem sérhæfir sig í netárásum og margt líkt var með árásinni á Sony og árás á fjölda banka og sjónvarpsstöðva í Suður-Kóreu í síðasta mánuði, samkvæmt Guardian. Þegar erindreki Norður-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum var spurður hvort Norður-Kórea hefði komið að árásinni sagði hann að óvinveitt öfl væru sífellt að saka þjóð sína um eitthvað. Hann bætti þó við: „Ég bið ykkur um að bíða og sjá.“ Yfirvöld í Norður-Kóreu brugðust ókvæða við í sumar þegar söguþráður myndarinnar The Interview var gerð opinber. Hún fjallar um tvo sjónvarpsmenn sem ætla að taka viðtal við Kim Jong-un, einræðisherra landsins, og eru fengnir til að drepa hann af CIA.Stríðsyfirlýsing Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, barst þá bréf frá Norður-Kóreu þar sem myndin var sögð vera stuðningsyfirlýsing við hryðjuverk og stríðsyfirlýsing. Bandaríkjunum var hótað „miskunnarlausum“ viðbrögðum, kæmu þeir ekki í veg fyrir útgáfu myndarinnar. Þrátt fyrir að yfirvöld í Pyongyang virðist vera sátt við að vera á lista grunaðra, segja sérfræðingar sem Guardian hefur rætt við að engin sönnunargögn liggi fyrir sem bendli þau við málið. Auk kvikmynda stálu hakkararnir töluverðu magni skjala. Þar fundust kennitölur starfsmanna, launakjör heimilisföng og margt fleira.
Bíó og sjónvarp Sony-hakkið Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira