Handbolti

Fullyrt að Füchse hafi valið Lindgren fram yfir Erling

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Þýskir fjölmiðlar, svo sem Bild og Berliner Zeitung, fullyrða að Svíinn Ola Lindgren verði næsti þjálfari Füchse Berlin en ekki Erlingur Richardsson.

Erlingur hefur samkvæmt heimildum Vísis gert þriggja ára samning við Füchse Berlin en félagið sjálft hefur ekkert gefið út um hver taki við af Degi Sigurðssyni þegar hann lætur af störfum í sumar.

Lindgren er í dag annar landslðisþjálfara Svíþjóðar sem og þjálfari Kristianstad. Hann verður samningslaus í sumar.

„Füchse hefur rætt við marga þjálfara, þar á meðal mig. Ég starfaði lengi í Þýskalandi á sínum tíma og þýska úrvalsdeildin er alltaf heillandi - þangað myndi maður gjarnan vilja komast aftur einn daginn,“ sagði Lindgren við þýska fjömiðla.

„Það er allt mögulegt og ég mun ekki loka á neitt hjá mér.“

Lindgren var sigursæll sem leikmaður með sænska landsliðinu á sínum tíma og lék lengi í Þýskalandi. Hann var einnig þjálfari Nordhorn og Rhein-Neckar Löwen.

Erlingur þjálfar austurríska félagið Westwien og hefur náð góðum árangri þar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×