Landsliðsbakvörðurinn Birkir Már Sævarsson skrifaði í dag undir samning við sænska félagið Hammarby.
Það hefur legið lengi í loftinu að Birkir Már gengi í raðir félagsins en Vísir greindi frá því í síðustu viku að hann myndi skrifa undir samninginn í dag.
Birkir Már hefur undanfarin sex ár spilað með norska félaginu Brann en hann féll með liðinu úr norsku úrvalsdeildinni á dögunum.
Hammarby vann sér sæti í sænsku úrvalsdeildinni á nýliðinni leiktíð og ætlar sér stóra hluti á næstu árum.
Birkir búinn að semja við Hammarby

Tengdar fréttir

Birkir Már semur á þriðjudag
Á leið til Hammarby í Svíþjóð eftir sjö ára dvöl hjá Brann í Noregi.

Birkir fer frá Brann eftir umspilið
Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson spilar sinn síðasta leik fyrir Brann á miðvikudag. Liðsins bíða tveir leikir í umspili um laust sæti í efstu deild að ári.